Ellen Calmon, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna var kjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi ÖBÍ sem fram fór í
dag. Ellen hlaut 50 atvkæði en Guðmundur Magnússon, fráfarandi formaður hlaut 46 atkvæði. Tveir seðlar voru auðir og ógildir.
Ellen hefur boðað breyttar áherslur. Hún sagði í ávarpi til aðalfundarins að það hefði tekið hana langan tíma að
ákveða hvort hún ætti að gefa kost á sér til formanns, ekki síst þar sem hún gerði sér fulla grein fyrir því
hversu krefjandi starfið er.
"Ég vil nota annars konar baráttuaðferðir sem felast í samræðu, samvinnu og lausnum en ekki eingöngu ályktunum og mótmælum. En
bara svo það sé skýrt þá verður ekki veittur neinn afsláttur af kröfum félagsmanna. Þá ber Bandalaginu vitaskuld að veita
stjórnvöldum aðhald og eftirlit og þar skal hvergi slakað. En það þarf að gerast með öðrum og árangursríkari hætti.
Það skiptir ekki bara máli hvað þú segir, heldur hvernig þú segir það," sagði nýkjörinn formaður ÖBÍ á
aðalfundi bandalagsins í dag.