Meira en fimmti hver einstaklingur glímir við einhvers konar geð- eða taugasjúkdómaröskun, á efri
árum, svo sem geðraskanir eða þunglyndi. Þema Alþjóða
geðheilbrigðidagsins að þessu sinni er “Geðheilsa á efri árum”.
Mannkynið er að eldast. Frá árinu 2000 til 2050 mun hlutfall sextugra og eldri í heiminum tvöfaldast; aukast úr 11% í 22%. Í stað 605
milljóna jarðarbúa, munu 2 milljarðar fylla flokk aldraðra árið 2050.
Oft og tíðum eru geðrænir kvillar ekki greindir og fara framhjá jafnt heilbrigðisstarfsmönnum sem hinum öldruðu sjálfum. Fordómar gegn
geðrænum sjúkdómum valda því svo að fólk hikar við að leita sér hjálpar. Eldra fólk fær stundum ekki nægilega
líkamlega umönnun eða sætir illri meðferð jafn innan heilbrigðis- og félagslega geirans sem í samfélaginu í heild. Slíkt getur svo
aftur leitt til geðheilbrigðis vandamála. Sjá nánar hér.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna bendir á, í ávarpi sínu á geðheilbrigðisdaginn, að geðrænir kvillar herji á hundruð milljóna manna um allan heim:
“Bilið á milli þarfarinnar fyrir umönnun og framboðs á slíkri þjónustu er breitt um allan heim og þar sem þjónustan er
fyrir hendi er hún oft og tíðum ekki nógu góð,” segir framkvæmdastjórinn.
Um Alþjóða geðheilbrigðisdaginn
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldin víðsvegar í heiminum þann 10 október ár hvert. Vefsíðan 10okt.com er samstarfsverkefni þeirra aðila sem koma að undirbúningi Alþjóða geðheilbrigðisdagsins.
Honum var fyrst hrundið af stað 1992 af Alþjóðasamtökum um geðheilsu (World Federation for Mental Health) og var markmiðið þá, eins og
nú, að vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í
garð geðsjúkra.
Geðheilbrigðisdagurinn á að vera dagur allra. Það var árið 1995 sem heilbrigðismálaráðherra, frú Ingibjörg
Pálmadóttir, ákvað að þessi dagur skyldi vera sérstaklega helgaður geðheilbrigðismálum. Ákvörðun ráðherra var
mjög mikilvæg fyrir geðsjúka og aðstandendur þeirra til þess að vekja athygli á vanda þeirra og nauðsyn þess að úr
verði bætt.
Hinn 10. október 1996 var alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur haldinn hátíðlegur á Íslandi í fyrsta sinn. Skrifstofa félagsins
hélt utan um skipulagningu dagsins ásamt forstöðukonu Vinjar og bar mestan kostnað af aðgerðunum. Dagurinn varð sögulegur þar sem geðsjúkir
tóku í fyrsta sinn málin í sínar eigin hendur með aðstoð samtaka sinna og komu fram opinberlega í hátíðargöngu frá
heilbrigðisráðuneytinu niður Laugaveg að ráðhúsinu þar sem málþing var haldið og var mjög fjölsótt. Verndari dagsins og
ræðumaður var Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, forsetafrú, sem lét þetta vera sitt fyrsta opinbera embættisverk og var það
félagsmönnum mikill heiður.
Sjá nánar HÉR |
Vefsíða Geðhjálpar