dv.is - 16. október 2013
Eyþór Ingi segir athyglisbrestinn stundum vera til vandræða en honum fylgi einnig ýmsir kostir. „Ég lendi alveg í svona sóni þegar
ég er að semja tónlistarefni hérna heima. Þá gleymi ég umhverfinu í kringum mig og upplifi alveg súperfókus. Ég held að
það þurfi sérstakt umhverfi til að geta beitt þannig einbeitingu. Að sitja í skóla með 20 krökkum sem eru allir að blaðra og
hávaði mikill … ég gæti aldrei sest niður og byrjað að semja músík í þannig umhverfi. Aðstæðurnar skipta
máli.
Gleymdi jakkafötum á biðskyldu
„Einu sinni var ég að spila í Akureyrarkirkju og var nýbúin að fjárfesta í nýjum jakkafötum sem ég var með í
poka. Ég hélt á pokanum og var með gítarinn í hinni þar sem ég beið fyrir utan kirkjuna. Þá hringdi allt í einu
síminn og það varð bara of mikið í einu fyrir mann með athyglisbrest. Þannig að ég lagði frá mér gítarinn og
ákvað að hengja pokann með jakkafötunum upp á biðskylduskilti svo að ég gæti svarað símanum. Svo talaði ég aðeins
í símann þangað til að bíllinn kom að sækja mig. Ég skellti á, tók upp gítarinn og settist inn í bíl og
keyrði í burtu. Nokkrum klukkutímum síðar áttaði ég mig á því, þegar að ég átti að fara í
næsta gigg, að ég var ekki með allt með mér. Það var ekki fræðilegur möguleiki að muna hvað ég hafði gert við
jakkafötin. Þannig að ég fékk félaga minn til þess að rúnta með mér um allan bæinn að leita. Svo fann ég þau
fjórum klukkustundum síðar, hangandi á biðskyldunni.“
Eyþór Ingi vinnur nú að því að leggja lokahönd á fyrstu breiðskífu sína sem von er á í nóvember og mun
bera heitið Eyþór Ingi og atómskáldin. Svo er ég að vinna að nýrri plötu með Todmobile í tilefni af 25 ára afmæli
hljómsveitarinnar,“ segir Eyþór Ingi sem gekk til liðs við hljómsveitina árið 2010 og kom fram á plötunni Sjö. „Þetta
er hljómsveit sem er jafn gömul og ég,“ segir Eyþór Ingi í léttum dúr að lokum.