19.04.2021
Munið spjallfundinn á morgun - ADHD Austurland býður upp á opinn fyrirlestur á spjallfundi með Tinnu Halldórsdóttur, verkefnastjóra hjá Austurbrú. Fjallað verður um seiglu, bjargráð og verkefni fullorðinna með ADHD.
Fundurinn fer fram í Vonarlandi á Egilsstöðum, miðvikudaginn 21. apríl kl. 20:00. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir!
16.04.2021
Erfiðleikar barns með ADHD hafa ekki einungis áhrif á það heldur einnig umhverfið sem barnið lifir og hrærist í dags daglega. Í þessum þætti af Lífið með ADHD fáum við móður barns með ADHD sem glímir m.a. við það að beita ofbeldi. Við heyrum hennar upplifun og reynslu á því að vera móðir í þessum aðstæðum, samskipti við skólayfirvöld og hvað mætti betur fara. Þáttinn í heild má nálgast hér að neðan og í öllum helstu hlaðvarpsveitum.
30.03.2021
Við minnum á aðalfund ADHD samtakanna í kvöld, fimmtudaginn 29. apríl kl. 20:00. Dagskrá verður í samræmi við lög samtakanna.
30.03.2021
Í kvöld, miðvikudaginn 7. apríl kl. 20:30-22:00 stýrir Dr. Drífa B. Guðmundsdóttir, sálfræðingur umræðum um ADHD og svefnmál barna. Spjallfundinum verður streymt beint í lokaðann hóp skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna ADHD í beinni: https://www.facebook.com/groups/613013522504922
23.03.2021
ADHD Austurland býður upp á opinn fyrirlestur á spjallfundi með þeim Sigurlínu H. Kjartansdóttur sálfræðingi og Steinunni Ástu Lárusdóttur sálfræðingi. Fjallað verður um ADHD greiningar hjá fullorðnum og börnum. Fundurinn fer fram á REYÐARFIRÐI að Austurbrú, Búðareyri 1. miðvikudaginn 24. mars kl. 20:00. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsúm leyfir!
22.03.2021
ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund um samskipti foreldra og barna með ADHD á Akureyri, á morgun 23. mars nk. kl. 17:30. Fundurinn verður haldinn í í Grófinni, Hafnarstræti 95 og er ætlaður foreldrum/forráðamönnum barna og öðrum aðstandendum fólks með ADHD og öllu öðru áhugafólki um uppbyggileg og gagnleg samskipti i uppeldi barna. Mætum og tökum með okkur gesti.
16.03.2021
*Við minnum á spjallfundinn í kvöld! ADHD Eyjar halda opinn spjallfund í Vestmannaeyjum um Áhrif ADHD á sjálfsmynd barna, fimmtudaginn 18. mars kl. 17:30-19:00. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsúm leyfir og fer hann fram í fundarsalnum á flugvelli Vestmannaeyja (gengið er inn vestanmegin).
Ragnheiður Sæmundsdóttir sálfræðingur mun í erindi sínu fjalla um áhrif ADHD á sjálfsmynd barna og ungmenna og með hvaða hætti hægt er að hafa uppbyggileg og jákvæð áhrif á þróun sjálfsmyndar hjá barni með ADHD greiningu. Umfjöllunin miðar einnig að styðjandi og hvetjandi þáttum í nærumhverfi barns sem stuðla að góðum samskiptum og tengslamyndun gagnvart jafnöldrum, hvetjandi námsumhverfi og góðri geðheilsu.
16.03.2021
ADHD samtökin halda opinn spjallfund í Reykjavík um ADHD og lyf, miðvikudaginn 17. mars kl. 20:30. Vilhjálmur Hjálmarsson varaformaður ADHD samtakanna heldur framsögu. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsúm leyfir og fer hann fram í húsakynnum ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Fundinum verður jafnframt streymt beint til skuldlausra félagsmanna á ADHD í beinni. Verið velkomin í fræðslu um lyfjamálin í tengslum við ADHD.
15.03.2021
Úrvalið af ADHD vörum er stöðugt að aukast í vefverslun ADHD samtakanna. Ný pop it - push up form, fikt-púðar, fikt-lyklakippur, fikt-teningar og nýjar útrásarteygjur fyrir hendur, stóla og borð. Félagsmenn ADHD samtakanna fá allt að 25% afslátt - sendum hvert á land sem er.
11.03.2021
FJARNÁM / STAÐNÁM - SKRÁNING STENDUR YFIR!
TÍA - tómstundir, íþróttir og ADHD, er nýtt námskeið ADHD samtakanna fyrir þjálfara, tómstundafulltrúa og aðra sem koma að skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi barna, með sérstakri áherslu á þátttöku barna með ADHD. Skráning er hafin en námskeiðið verður haldið 19. maí og 2. júni nk.
Námskeiðið er í höndum reynslumikilla fagaðila á sviðinu. Það eru þau Jakob Frímann Þorsteinsson, MA í náms- og kennslufræðum, Vanda Sigurgeirsdóttir MA í uppeldis- og menntunarfræðum og Bóas Valdórsson klínískur sálfræðingur sem hafa veg og vanda að námskeiðinu. Vanda og Jakob starfa við HÍ og hjá KVAN og Bóas starfar sem sálfræðingur við MH.
Notið tækifærið og fáið praktíska nálgun á að vinna með öllum hópunum - líka með krökkum með ADHD - í starfi ykkar í sumar