Björn Þorfinnsson, skákmaður og ritstjóri
Lífið með ADHD kemur úr sumarfríi með glænýjan þátt og viðtal við Björn Þorfinnsson skákmann og ritstjóra DV. Björn fékk greiningu á fullorðinsaldri og talar meðal annars um það hvernig hann telur ADHD hafa verið honum styrk í skákinni. Karítas Harpa ræðir við Björn um skólagönguna, áhugamálin og skákina.
Hlaðvarp ADHD samtakanna í umsjón Karitasar Hörpu Davíðsdóttur og Bóas Valdórssyni. Góðir gestir miðla reynslu sinni af lífinu með ADHD. Gleði, sorgir, sigrar og óborganlegar lífsreynslusögur í bland viðfróðleik um ADHD. Allt sem þú hélst að þú vissir um ADHD, en vissir í raun ekki
Þáttinn í heild má nálgast hér að neðan og í öllum helstu hlaðvarpsveitum: