27.10.2021
Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður en tilgangur hans er að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Í tilefni þess standa ADHD samtökin fyrir málþingi er nefnist „Orkuboltar og íþróttir“ sem haldið er næstkomandi föstudag, 29. október. Kl. 13:00-16:00. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. Á málþinginu verða kynntar ýmsar nýjar leiðir sem farnar hafa verið í nálgun og vinnu með börnum með ADHD.
21.10.2021
Það var um 1990 að Páll hóf leit að úrræðum fyrir ákveðinn hóp barna sem komu ítrekað aftur á Barna- og unglingageðdeild eftir útskrift þaðan. Það bar þann árangur að hann hófst handa við að fá með sér samstilltan hóp fagfólks til að kynna sér nýjar leiðir í greiningu og meðferð þessara barna, sem í fyrstu voru kölluð ofvirk. Unnið var samkvæmt stöðlum aðferðum og mikil áhersla lögð á stuðning og fræðslu við foreldra. Hópurinn, þróaði námskeið um ADHD og meðal annars var hafið skipulegt samstarf við Foreldrafélag misþroska barna og síðan ADHD samtökin.
20.10.2021
Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna ásamt Elín Hrefnu Garðarsdóttur, geðlækni ætla að ræða um Lyf og ADHD. Ekki láta þennan spjallfund framhjá þér fara !
18.10.2021
Hér hafa þjálfarar og annað starfsfólk frístundar tækifæri til að vera framúrskarandi í þörfum barna með ADHD.
Hnitmiðað og fjölbreytt námskeið um ADHD í tveim hlutum fyrir fagfólk sem starfar við íþrótta- og tómstundastarf sem og aðra aðila sem koma að skipulögðu starfi krakka með ADHD.
Námskeiðið er í höndum reynslumikilla fagaðila á sviðinu. Það eru þau Jakob Frímann Þorsteinsson, MA í náms- og kennslufræðum, Vanda Sigurgeirsdóttir MA í uppeldis- og menntunarfræðum og Bóas Valdórsson klínískur sálfræðingur sem hafa veg og vanda að námskeiðinu. Vanda og Jakob starfa við HÍ og hjá KVAN, ásamt því er Vanda nýkjörin formaður KSÍ og Bóas starfar sem sálfræðingur við MH.
15.10.2021
Bóas Valdórsson, sálfræðingur við Menntaskólann í Hamrahlíð og stjórnarmaður í ADHD Samtökunum mætti í Mannlega þáttinn í vikunni og ræddi við Guðrúnu Gunnarsdóttur og Gunnar Hansson um málþing samtakanna sem eru haldið nú í Október þar sem mánuðurinn er vitundarmánuður ADHD fólks á heimsvísu. Málþingið snýr að þessu sinni að einstaklingum með ADHD í íþrótta og tómstundastarfi. Bóas segir það gríðarlega mikilvægt að auka þekkingu á því hvernig á að vinna með börnum með ADHD í íþrótta og tómstundarstarfi því oft eru það staðirnir þar sem ADHD krakkar geta náð langt og byggt upp sjálfstraust.
Viðtalið er hægt að nálgast í heild sinni hér. Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið fer fram hér á heimasíðu samtakanna.
05.10.2021
ADHD samtökin bjóða upp á opin spjallfund um unglinga og ADHD, miðvikudaginn 6. október nk. kl. 20:30. Fundurinn verður haldinn í fundarsal ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4.hæð og er ætlaður öllum sem vilja fræðast um ADHD og framhaldsskóla. Bóas Valdórsson sálfræðingur hefur umsjón með spjallfundinum. Hann hefur unnið í mörg ár með börnum og unglingum með ADHD og þekkir því málaflokkin vel.
01.10.2021
Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD og í ár verður athyglinni sérstaklega beint að tómstundum og íþróttum og þátttöku barna með ADHD. Til að marka upphaf vitundarmánaðarins var Forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, afhent fyrsta endurskinsmerki ADHD samtakanna árið 2021. Endurskinsmerki Hugleiks Dagssonar er nú fáanlegt í vefverslun samtakanna og verður selt víða um land í október.
29.09.2021
Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður en tilgangur hans er að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD.
Í tilefni þess standa ADHD samtökin fyrir málþingi er nefnist „Orkuboltar og íþróttir“ sem haldið er föstudaginn 29. október næstkomandi kl. 13:00-16:00. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. Á málþinginu verða kynntar ýmsar nýjar leiðir sem farnar hafa verið í nálgun og vinnu með börnum með ADHD.
28.09.2021
ADHD Vestmannaeyjar bjóða upp á opinn spjallfund um heimlærdóm og ADHD,, Hvernig læri ég heima án þess að GUBBA?!'' þann 30 sept nk. kl. 19:30.
Fundir ADHD Vestmannaeyja eru haldnir fundarsalnum á flugvelli Vestmannaeyja, gengið er inn vestanmegin. Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir.
16.09.2021
Undanfarið hefur krafa um breyttar áherslur í kennslu orðið sífellt háværari. Ýmislegt hefur breyst á síðastliðnum árum, í auknum mæli sækja kennarar sér endurmenntun og gera margir hverjir sitt allra besta til að koma til móts við kröfur sem á kennara eru lagðar. Kröfur sem snúast um kennslu og kennsluaðferðir með því augnamiði að koma til móts við alla nemendur hvar sem þeir eru staddir. Umræðan helgast að mörgu leiti um aukna ábyrgð skólans og um leið þá kröfu samfélagsins að skólarnir taki að sér stærra hlutverk í uppeldi barna. Sér í lagi þegar eitthvað bjátar á í samfélaginu. Hér má sem dæmi nefna kennslu í fjármálalæsi sem sett var inn í námskrá eftir efnahagshrunið. Hér er hreint ekki verið að gagnrýna þann tiltekna lið enda nauðsynleg fræðsla nú á tímum. Aftur á móti má velta fyrir sér forgangsröðuninni. Er kannski eitthvað í núverandi námi sem skiptir minna máli og mætti ef til vill missa sín. Þurfa t.d. allir að kunna tengiskrift, algebru eða orðflokkagreiningu? Er ekki nær að kenna börnum að fóta sig í samfélagi nútímans, aðstoða þau við að efla styrkleika sína og mæta þeim af skilningi og umburðarlyndi.