Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 aflýst

Framkvæmdarstjóri og verkefnastýra á góðum degi
Framkvæmdarstjóri og verkefnastýra á góðum degi

Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 aflýst

Sú ákvörðun hefur verið tekin af umsjónarfólki Reykjavíkurmaraþons Íslandbanka að aflýsa hlaupinu í ár sökum ástandsins í samfélaginu. Það er þó hægt að hlaupa til góðs en hleypt hefur verið af stokkunum Hlauptu þína leið þar sem hægt er að láta gott af sér leiða og styrkja góðgerðarfélög að eigin vali á vefnum hlaupastyrkur.is. Hlauparar eru hvattir til að laupa sína leið frá 21. ágúst – 20. september og halda áfram að safna áheitum.

ADHD samtökin ákváðum að gefa út nýja boli samferða Reykjavíkurmaraþoninu og við vorum einmitt að fá þá í hús og gætum ekki verið sáttari við niðurstöðunna. Hér má sjá framkvæmdastjóra og verkefnastýru félagsins í tveimur mismunandi útgáfum af bolunum. Hægt er að nálgast bolina á vefverslun félagsins.

Gangi öllum vel að hlaupa.