Þriðjudaginn 24. ágúst verður opin spjallfundur í vinalegu umhverfi á KEX hostel þar sem Sara Hlín Hálfdánardóttir Msc í jákvæðri sálfræði stýrir umræðum um mikilvægi þess að sjá og næra það jákvæða, sterka og fallega í okkur - styrkleikana okkar - sem oft falla í skuggann á ADHD einkennum og afleiðingum þeirra. ADHD er í eðli sínu röskun sem fylgir töluverðu mótlæti sem oft hefur neikvæð áhrif á það hvernig við sjáum okkur og það getu aftur dregið úr okkur kraft, þor og hugrekki til að taka skref fram á við og láta drauma rætast. Því getur það reynst gott að þjálfa upp styrkleikakennda nálgun á okkur sjálf og læra að nýta það sem er heilt, drífandi og fallegt við okkur til að takast á við áskoranir og auka vellíðan. Sara Hálfdanardóttir MSc jákvæð sálfræði og umræðustjóri hjá Mind og Helga Arnardóttir MSc félags-og heilsusálfræði munu taka vel á móti fólki og stýra skemmtilegu spjalli um mikilvægi styrkleika okkar og - þegar við á - blanda fræðslutengdu efni inn í umræðuna úr heimi jákvæðrar sálfræði.
Ath. takmarkaður fjöldi - skráðu þig hér. ------> https://forms.gle/UxnUkc139jjkRPyc6