16.09.2021
Kosningasíða ADHD samtakanna er komin í loftið. Þar er hægt að nálgast svör stjórnmálaflokkanna við spurningum um hvernig þeir hyggjast leysa þann gríðarlega vanda sem er til staðar í málefnum fólks með ADHD. Flokkarnir fengu fjórar spurningar til að svara og þeim var einnig gefin kostur á að koma á opinn fund ADHD samtakanna og kynna svör of sýn þeirra á hvernig á að leysa þann vanda sem er fyrir hendi.
13.09.2021
Síðastliðinn fimmtudag var haldinn stofnfundur ADHD Suðurland í barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar á Stokkseyri. Á fundinum fengu gestir stuttan fyrirlestur um nám og ADHD frá Jónu Kristínu Gunnarsdóttur, kennara og varaformans ADHD samtakanna. Bjartur Ingason fræddi okkur líka um sína reynslu um af því að fara í gegnum skólakerfið með ADHD. Bjartur er 22 ára starfsmaður á leikskóla og námsmaður og hefur sterka sögu af því hversu mikilvægt er að hafa stuðning að heiman fyrir ADHD einstaklinga í námi. Dagskrá vetrarins var kynnt en áætlað er að halda að lámarki 4 fundi á Suðurlandi í vetur og að fundirnir verði haldnir til skiptis í þéttbýliskjörnum svæðisins.
13.09.2021
Fyrir einstakling með ógreint og/eða vanmeðhöndlað ADHD [eða aðrar raskanir] skiptir snemmbært inngrip sköpum. Óbreytt staða getur hæglega leitt til kvíða og þunglyndis, rýrir þannig lífsgæði og afleiddur kostnaður einstaklings sem og hins opinbera óheyrilegur, hvort heldur í félagslegu eða hagrænu tilliti.
12.09.2021
Elín H. Hinriksdóttir fer hér yfir leiðir til að þrauka sambúð með maka með ADHD :) Þeir eru yndislegir, en rosalega óskipulagðir, jesús minn óskipulagið.
Makar og aðstandendur ADHD einstaklinga, komum saman og röntum um ADHD, óskipulag, óstundvísi og svo alla frábæru kostina !
08.09.2021
Upptaka af Opnum fundi ADHD samtakanna um stöðu greininga á ADHD á Íslandi í aðdraganda kosninga en fundurinn var hluti af Fundi fólksins sem fór fram í Grósku í Vatnsmýri, laugardaginn 4. september 2021.
08.09.2021
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað er ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur barna með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt.
07.09.2021
Þá er komið af því að við hleypum ADHD Suðurland af stokkunum. Eins og með svo margt þá frestaðist stofnun ADHD Suðurlands vegna Covid19 en nú stefnum við ótrauð inn í haustið. Þar sem að skólarnir eru að byrja ætlum við að fá stuttan fyrirlestur um hvernig á að minnka kvíða við heimanám.
07.09.2021
Ef eitthvað er að marka orð fulltrúa allra stjórnálaflokka sem mættu á opinn fund ADHD samtakanna nýverið þá er mikill samhljómur um að biðlistum eftir greiningu og meðferð vegna ADHD og annara raskana verði að útrýma. Enda finnst engum ásættanlegt að fleiri hundruð börn og fullorðnir einstaklingar bíði í mörg ár eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Sú er raunin í dag og hér er ljóst að þingmenn næstu ára þurfa að lyfta grettistaki.
07.09.2021
Finnst einhverjum ásættanlegt að búa í samfélagi þar sem bið eftir greiningu og meðferð er talin í árum, fremur en vikum eða fáum mánuðum?
Fyrir einstakling með ADHD getur greining og meðferð breytt öllu – nám, vinna, félagsleg tengsl, vímuefnanotkun, sambönd, heimilislíf, geðheilsa, almennt heilbrigði … sjálfsögð lífsgæði geta hæglega ráðist af hversu fljótt fólk með ADHD fær greiningu og í framhaldi, viðunandi meðferð.
07.09.2021
Hvenær kemur röðin að mér spyr barnið? Bíddu bara rólegur og reyndu að vera ekki sjálfu þér og öðrum að ama á meðan segir samfélagið við það, því geðræn vandamál eru jú bara hálfpartinn hluti af heilbrigðiskerfinu.