17.12.2021
Gunnar Helgason barnabókarithöfund og leikari kom í spjall og sagði okkur frá mömmu sinni, facebook rannsóknum sínum og nýju bókinni sinni sem heitir Alexander Daníel Hermann Dawidsson (ADHD): Bannað að eyðileggja sem kom út núna fyrir jólin og fjallar um Alexander Daníel Hermann Dawidsson sem er með ADHD en það er allt í lagi - nema þegar lífið tekur upp á því að fara á hvolf. Bannað að eyðileggja er spennandi saga um Alexander og Sóleyju bekkjarsystur hans, litríku fjölskyldurnar þeirra, mömmuna sem er farin og kennarann sem ætti ekki að fá að vinna með börnum.
13.12.2021
Skráning er hafin á vornámskeið ADHD samtkanna. Ný og fjölbreytt námskeið – stóraukið framboð! Áfram verða á dagskránni okkar sívinsælu námskeið eins og Áfram stelpur, TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD, foreldranámskeiðin og Taktu stjórnina en nú bætast einnig við ný og spennandi sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og ungmenni, Súper krakkar og Súper stelpur og fjarnámskeiðið Áfram veginn, fyrir fullorðið fólk með ADHD. Fram að áramótum njóta félagsmenn ADHD samtakanna forgangs að skráningu og sérstakra afsláttarkjara á öllum námskeiðunum. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður á flest námskeiðin - fyrstur kemur fyrstur fær. Nánar má fræðast um námskeiðin á heimasíðunni ADHD samtakanna.
25.11.2021
Við vorum að taka á móti tveimur nýjum bókum í bókaflóruna hjá okkur. Bækurnar Súper Viðstödd og Súper Vitrænn eru eftir barnasálfræðingana Soffíu Elínu Sigurðardóttur og Paolu Cardenas en þær eru fyrstu barnabækurnar í seríunni um Súperstyrkina sem eru sex talsins. Hver Súperstyrkur hjálpar börnum að öðlast ákveðna færni sem styrkja sjálfsmynd þeirra. Súper bækurnar miðla sálfræðiþekkingu til barna og uppalendur á skemmtilegan hátt þar sem leitast er við að efla sjálfsþekkingu þeirra, bjargráð og að virkja innri styrk.
19.11.2021
Sara Pétursdóttir, betur þekkt undir listamannanafninu Glowie settist niður með Bóas Valdórssyni og ræddu hennar reynslu af því að alast upp með ADHD. Glowie gaf út í síðastliðnum mánuði nýtt lag og myndband sem hún tileinkaði ADHD sem hún kallar sinn ofurkraft. Ekki nóg með að hafa búið til þetta lag þá leikstýrði hún einnig myndbandinu sjálf auk þess að skrifa grein í tónlistartímaritið Clash Magazine og búa til myndasögu um sína reynslu.
19.11.2021
Nýjasta bók barnabókahöfundarins Gunnars Helgasonar, Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja var að koma út og hún fjallar á bráðskemmtilegan, spennandi og hjartnæman hátt um hvernig það er að vera með barn með ADHD. Sagan fjallar Alexander og Sóleyju bekkjarsystur hans, litríku fjölskyldurnar þeirra, mömmuna sem er farin og kennarann sem ætti ekki að fá að vinna með börnum.
11.11.2021
Spjallfundir falla niður út nóvember, allt landið.
09.11.2021
Lífið á eyjunni – framleidd af þeim Atla Óskari Fjalarssyni leikara og Viktori Sigurjónssyni kvikmyndagerðarmanni hlaut nýverið verðlaun á Innocenti kvikmyndahátíðinni en hátíðin sem er á vegum UNICEF, er ætlað að varpa ljósi á kvikmyndir sem fjalla um líf og upplifanir barna í heiminum.
01.11.2021
SKRÁNING STENDUR YFIR á hið sívinsæla fræðslunámskeið fyrir aðstandendur unglinga með ADHD. Námskeiðið verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð, Reykjavík laugardagana 6. nóvember og 13. nóvember 2021 (sjá skipulag hér fyrir neðan).
29.10.2021
Á málþingi ADHD samtakanna, sem ber undirskriftina Orkuboltar og íþróttir, voru veitt fyrstu hvatningarverðlaun samtakanna en handhafi þeirra er Urður Njarðvík, prófessor við Háskóla Íslands. Urður lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1993, meistaragráðu í klínískri barnasálfræði við Louisiana State University 1997 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2000. Hún lauk jafnframt kandidatsári í klínískri barnasálfræði frá Johns Hopkins University Medical School árið 2000.
28.10.2021
Lærðu að skipuleggja og gera áætlanir - Þjálfun í stýrifærni fyrir krakka með ADHD, er nýjasta bókin í Lærðu að bókaröðinni, eftir klíníska sálfræðinginn Kathleen G. Nadeau en áður hafa komið út á Íslensku bækurnar; Lærðu að láta þér líða vel og vera í jafnvægi og Lærðu að hægja á og fylgjast með. Kathleen er alþjóðlega þekktur höfundur og fræðimanneskja á sviði ADHD og sannarlega fengur að fá að aðra bók frá henni en þessi bók er sem fyrr þýdd af Gyðu Haraldsdóttur. Bókina má fá í vefverslun ADHD samtakanna