ADHD samtökin eru eitt af 42 aðildarfélögum Öryrkjabandalags Íslands og berjast fyrir bættum hag barna og fullorðinna með ADHD.
Þann 29. apríl næstkomandi stendur ÖBÍ fyrir hugmyndafundi ungs fólks á aldrinum 13-18 ára er nefnist „OKKAR LÍF-OKKAR SÝN“ en tilgangur þess er að gefa ungmennum með fatlanir og raskanir tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós. Þessi vettvangur er kjörið tækifæri fyrir börn með ADHD að láta rödd sína heyrast. Hvað vilja þau sjá og hvað mætti samfélagið gera betur til að koma til móts við þeirra þarfir.
Umræðuefnin eru fjölbreytt og snúa að skólanum, íþróttum-og tómstundum, aðgengi í víðum skilningi s.s. að námsefni, fræðslu um ADHD sem og þátttöku í samfélaginu
Frítt er á viðburðinn og greiddur verður ferðakostnaður fyrir ungmenni sem koma af landsbyggðinni. Haft verður samband við forráðamenn og leitað samþykkis fyrir þátttöku.
Hvetjum alla til að taka þátt – saman getum við breytt hlutunum