24.02.2022
Skráningu er að ljúka á fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 13-18 ára unglinga með ADHD sem verður haldið 12. & 19. mars 2022 í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík og í gegnum fjarfundarbúnað. Námskeiðið er eitt af elstu námskeiðum samtakanna og jafnframt það námskeið sem best viðbrögð hefur fengið hjá þátttakendum.
17.02.2022
Áfram stelpur - námskeið fyrir konur með ADHD hefst 1. mars nk. Fræðsla um ADHD einkenni kvenna, algengar fylgiraskanir og ólíkar birtingarmyndir. Markmið námskeiðsins er að styrkja konur með ADHD í markmiðasetningu, áætlanagerð og skipulagi og draga úr streitu. Nokkur sæti laus - afsláttur fyrir skuldlausa félagsmenn ADHD samtakanna.
14.02.2022
Skráningu er að ljúka á Súper stelpur - sjálfstyrkingarnámskeið ADHD samtakanna og Sjálfstyrks fyrir 13-16 ára stelpur með ADHD. Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn. 22 febrúar kl. 12:00 - námskeiðið hefst sama dag kl. 20:00. Hægt er að greiða fyrir námskeiðið með frístundastyrk sveitarfélaga.
09.02.2022
Við minnum á fræðslufundinn á eftir klukkan 20:00
Kostir umbunakerfis og myndræns skipulags – Hvernig á að setja það upp og viðhalda því.
Sigrún Jónsdóttir ADHD markþjálfi leiðir okkur í gegnum hvernig best er að setja upp og viðhalda slíkum kerfum.
Fundurinn er aðgengilegur fyrir skráða félagsmenn samtakanna hér í hópnum ADHD í Beinni - https://www.facebook.com/groups/adhdibeinni
07.02.2022
Áfram veginn er rafrænt námskeið fyrir fullorðna með ADHD. Það eru margir fullroðnir að lenda á vegg í Covid varðandi sitt ADHD, bæði þeir sem eru að fá greiningu fyrst núna og þeir sem hafa verið með greiningu í lengri tíma. Heimavinna, einvera og aðrir utanaðkomandi þættir eru gríðarlegt áreiti á einstaklinga með ADHD. Áfram vegin er námskeið sem leggur áherslu á styrkleika ADHD, auð auka skilning á þínu ADHD og auka stjórn og auka lífsgæði í daglegu lífi. Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað ZOOM laugardagana 19. febrúar 2022 og 26. febrúar 2022 frá kl. 11 til 13 hvorn dag.
27.01.2022
Bók Gunnars Helgasonar, Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja er ein af þremur bókum sem hafa verið tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Vestnorræna ráðsin
26.01.2022
Nú fer febrúarmánuður senn að renna upp og það er vert að minna á að enn eru örfá laus pláss á námskeiðin sem hefjast í mánuðinum. Þau námskeið sem eru staðarnámskeið þ.e. ekki kennd í fjarkennslu fara eftir settum reglum um sóttvarnir og er aðstaða á þann hátt að öryggi allra er tryggð.
17.01.2022
ADHD Samtökin hafa tekið til sölu Calmer eyrnatapanna sem eru tappar sem settir eru í eyru en ólíkt hefðbundnum eyrnatöppum þá loka þeir ekki á öll utanaðkomandi hljóð heldur hjálpar hönnunin við að vinna bug á truflandi og streitu vandandi hljóðum í umhverfinu.