Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra og Guðni Rúnar Jónasson, verkefnastjóri ADHD Samtakanna.
ADHD Samtökin voru ein af 23 félagasamtökum- og verkefnum sem var í dag úthlutaður styrkur af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, Félags- og vinnumarkaðsráðherra. Að þessu sinni var lögð sérstök áhersla á verkefni sem hvetja til virkni, vellíðan og valdeflingar einstaklinga í viðkvæmri stöðu, svo sem þá sem búa við félagslega einangrun, ofbeldi eða aðstæður sem hindra þátttöku í samfélaginu. Allt eru þetta gildi sem eru hornsteinn í starfsemi ADHD Samtakanna og því sannur heiður að hljóta þennan styrk og ver í svona fríðu föruneyti félagasamtaka- og verkefna.
Ráðherrann lét eftirfarandi orð falla í tilefni úthlutunnarinnar. „Frjáls félagasamtök vinna ómetanlegt starf í íslensku samfélagi og þau eru mikilvægur hlekkur í lífi okkar flestra. Það er því virkilega ánægjulegt að geta stutt við þau fjölbreyttu verkefni sem samtökin sinna, og það var gaman að finna kraftinn í athöfninni í dag. Ég veit að styrkirnir munu nýtast vel í margskonar verkefni sem bæta samfélagið okkar.“
Þar sem formaður, fræðslustýra og framkvæmdarstjóri samtakanna voru öll erlendis tók verkefnastjóri samtakanna við styrknum og fór bara ágætlega með þeim tveim.