Tilkynning Þröstur Emilsson hefur verið leystur frá störfum

Stjórn ADHD samtakanna hefur ákveðið að leysa framkvæmdastjóra þeirra, Þröst Emilsson, frá störfum.

Þrengt að afhendingu ADHD lyfja frá 1. júlí 2018

Afgreiðsla Metýlfenídatlyfja eða ADHD lyfja verður takmörkuð frá og með 1. júlí næstkomandi. Breytingin nær til örvandi lyfja, m.a. Concerta, Rítalín og Equasym en þessi lyf verða eftir 1. júlí eingöngu afgreidd ef framvísað er gildu lyfjaskírteini frá Sjúkratryggingum Íslands. Notendum lyfjanna er bent á að skírteinin þarf að endurnýja reglulega, en gildistími þeirra er mest átján mánuðir.

Stelpur í stuði - Laus pláss

Enn eru laus pláss í sumarbúðirnar Stelpur í stuði í Vindáshlíð. Flokkurinn er ætlaður 10 til 12 ára stelpum með ADHD. Skráning fer fram á vef KFUM.

Gauarflokkur í Vatnaskógi - Nokkur pláss laus

Enn eru nokkur pláss laus í Gauraflokki sumarbúðanna í Vatnaskógi dagana 8. til 12. júní. Flokkurinn er ætlaður strákum á aldrinum 10-12 ára með ADHD og skyldar raskanir.

Aðalfundi frestað

Aðalfundi ADHD samtakanna, sem boðað hafði verið til þriðjudaginn 29. maí 2018, hefur verið frestað. Ný dagsetning kemur inn á næstu dögum.

Laus pláss í Gauraflokki í Vatnaskógi

Allt í kerfi?

Málefnahópur Öryrkjabandalags Íslands um heilbrigðismál boðar til málþings til að meta reynsluna af nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu en kerfið var tekið í notkun 1. maí 2017. Ætlunin er að meta reynsluna af nýju kerfi og skoða framtíð þess. Fundurinn verður á Grand Hótel, þriðjudaginn 29. maí 2018 og hefst klukkan 13:00.

Gleðilegt sumar

ADHD samtökin senda félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt sumar með þökk fyrir veturinn. Sumarbyrjun verður líkt og veturinn, viðburðaríkur. Njótið komandi sumars og hafið þökk fyrir allan stuðninginn við starf ADHD samtakanna.

1. maí - Taktu daginn frá og vertu sýnileg/ur með okkur

"Við stöndum í erfiðri kjarabaráttu rétt eins og launafólk almennt. 1. maí er okkar dagur eins og annarra, gleymum því ekki. Mikilvægt er að þið öll, fatlað fólk, öryrkjar, fjölskyldur og vinir, komið með í kröfugöngu eða verið með okkur á Lækjartorgi 1. maí," segir Þuriður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. ADHD amtökin hvetja félagsmenn sína, fjölskyldur þeirra og vini til að taka þátt í göngunni.

Spjallfundur í kvöld: ADHD og lyf

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 11. apríl 2018 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna með ADHD. Yfirskrift fundarins er "ADHD og lyf". Umsjón hafa Elín Hrefna Garðarsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.