19.09.2018
Frestur er til laugardagsins 22. september til að tilnefna til Hvatningarverðlauna ÖBÍ.
19.09.2018
Efni fundarins er um ADHD og lyf.
12.09.2018
Efni fundarins: Hvar er draumurinn? Svefnvandi
07.09.2018
Fyrsti spjallfundurinn verður miðvikudaginn 12. september.
04.09.2018
Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum; einstaklings, fyrirtækis eða stofnunar, umfjöllunar eða kynningu og verkefni innan aðildarfélaga ÖBÍ.
27.08.2018
Sannkölluð fjölskylduhátíð verður haldin í Iðnó sunnudaginn 2. september í tilefni af 30 ára afmæli ADHD samtakanna kl. 14-17.
Veislustjóri verður hin víðfræga Saga Garðarsdóttir en hún mun kynna Leikhópinn Lottu, Sirkus Íslands, Aaron Ísak, Hildi og fleiri glæsilega listamenn til leiks.
19.07.2018
Við erum þakklát öllum þeim sem hafa skráð sig til leiks og hvetjum sem flesta til að skrá sig og heita á hlauparana.
05.07.2018
Skrifstofa ADHD samtakanna verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með föstudeginum 22. júní og opnar aftur þriðjudaginn 7. ágúst.
27.06.2018
Enn eru laus pláss í sumarbúðirnar Stelpur í stuði í Vindáshlíð. Flokkurinn er ætlaður 10 til 12 ára stelpum með ADHD. Skráning fer fram á vef KFUM.
Hlíðarmeyjar í Vindáshlíð bjóða uppá sumarbúðir fyrir 10-12 ára stúlkur með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir. Að þessu sinni verður flokkurinn Stelpur í stuði frá 30. júlí og til 2. ágústs.
Markmiðið með Stelpum í stuði er að bjóða þennan hóp stúlkna velkominn í sumarbúðir í Vindáshlíð þar sem þörfum þeirra verður mætt á skilningsríkan og uppbyggilegan hátt.
Starfsmenn sumarbúðanna munu starfa og halda utan um ævintýralega og skemmilega dagskrá ásamt sérfræðingum sem hafa fagþekkingu og reynslu við að vinna með börnum með ADHD. Það verða því fleiri starfsmenn í þessum tiltekna flokk til að koma sem best til móts við þarfir stúlknanna sem mæta í hann.
Skráning fer fram á:
http://www.kfum.is/sumarstarf/vindashlid/stelpur-i-studi/
21.06.2018
Skrifstofa ADHD samtakanna verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með morgundeginum föstudaginn 22. júní og opnar aftur þriðjudaginn 7. ágúst.