30 ára afmælisendurskinsmerki ADHD samtakanna
Nú þegar dimmasta skammdegið gengur í garð, er mikilvægt að öll séum við vel sýnileg í umferðinni.
Að því tilefni minna ADHD samtökin á fjölbreytt úrval smellinna endurskinsmerkja samtakanna og bjóða þau á sérstöku tilboði. Fyrir hver tvö endurskinsmerki sem keypt eru á vef samtakanna, fylgir nú eitt frítt með, auk ókeypis heimsendingar. Tilboðið gildir til loka nóvember 2018.
Í tilefni af 30 ára afmæli ADHD samtakanna hafa nýverið verið gefin út tvenns konar afmælisendurskinsmerki eftir Hugleik Dagsson, sjá mynd. Hugleikur hefur á undanförnum árum gert níu mismunandi endurskinsmerki fyrir samökin, þar sem hann fangar á skemmtilegan máta þann vanda sem fólk með ADHD stendur stundum frammi fyrir.
Öll endurskinsmerkin má enn nálgast á heimasíðu ADHD samtakanna, en allur ágóði af sölu þeirra rennur til samtakanna og fer í að efla starfsemina og auka þjónustu við einstaklinga með ADHD.
Endurskinsmerkin má skoða nánar og kaupa hér.
Takk fyrir stuðninginn!