Rannsókn á matvendni hjá börnum - Auglýst eftir þátttakendum í rannsókn

"Bragðlaukaþjálfun – rannsókn á matvendni hjá börnum. Fæðumiðuð íhlutun í skólaumhverfi" er yfirskrift rannsóknar sem Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði og Sigrún Þorsteinsdóttir, doktorsnemi standa fyrir". ADHD samtökin leita til félagsmanna og óska eftir þátttakendum í rannsókninni. Leitað er að börnum á aldrinum 8-12 ára ásamt foreldrum af báðum kynjum til að taka þátt í ofangreindri rannsókn. Rannsóknin nær til matarvenja barna og er athyglinni sérstaklega beint að þeim börnum þar sem foreldrar upplifa að matvendni komi niður á fæðuvali og/eða samskiptum í kringum máltíðir.

Kynningarfundur hagsmunasamtaka á Akureyri

ADHD samtökin, Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð, Einhverfusamtkin og Tourette samtökin bjóða til kynningarfundar á Akureyri á fimmtudag. Fundurinn verður í Brekkuskóla við Laugargötu og hefst klukkan 20:00. Fulltrúar samtakanna kynna starfsemia, auk þess sem réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Akureyri kynnir starfsemi réttindagæslumanns. Loks mun Elí Freysson flytja erindi undir yfirskriftinni "Með augum einhverfunnar".

Fræðslunámskeið fyrir foreldra - Frestað um óákveðinn tíma

Fræðslunámskeiði fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna dræmrar þátttöku. Námskeiðið verður haldið á næstu vikum og verður skráning opin.

Spjallfundur fyrir fullorðna: ADHD og lyf

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 21. mars 2018 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður ffullorðnum með ADHD. Yfirskrift fundarins er "ADHD og lyf". Umsjón hafa Elín Hrefna Garðarsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Spjallfundur fyrir foreldra í kvöld: Hegðunarvandi og neysla

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 14. mars 2018 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna með ADHD. Yfirskrift fundarins er "Hegðunarvandi og neysla". Umsjón hefur Sólveig Ásgrímsdóttir. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Spjallfundur í kvöld - Styrkleikar og áskoranir ADHD

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 28. febrúar 2018 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður fullorðnum með ADHD. Yfirskrift fundarins er "ADHD - Styrkleikar og áskoranir". Umsjón hafa Hákon Helgi Leifsson og Elín Hoe Hinriksdóttir. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Lærðu að láta þér líða vel - Ný bók fyrir krakka

"Lærðu að láta þér líða vel og vera í jafnvægi" er heiti á bók sem Skrudda hefur gefið út. Bókin er sérstaklega skrifuð fyrir krakka sem eiga erfitt með tilfinningastjórnun en glíma e.t.v. líka við áhyggjur, hvatvísi, vanlíðan, lítið sjálfstraust og ónóga samskiptafærni. Bókin er eftir Kathleen G. Nadeau og Judith M. Glasser en Gyða Haraldsdóttir íslenskaði. Bókin er til sölu hjá ADHD samtökunum.

Spjallfundur í kvöld - ADHD og samskipti systkina

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 14. febrúar 2018 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna með ADHD. Yfirskrift fundarins er "ADHD og samskipti systkina". Umsjón hefur Drífa Björk Guðmundsdóttir. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Taktu stjórnina - Skráning hafin

ADHD samtökin bjóða á ný upp á fræðslunámskeið og ráðgjöf fyrir fullorðna með ADHD. Námskeiðið nefnist "Taktu stjórnina" og stendur í 10 klukkustundir. Námskeiðið hefst mánudaginn 26. febrúar 2018 og lýkur mánudaginn 12. mars 2018. Skráning er hafin á vef samtakanna en fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Verð er kr. 34.500,-

Hvað er með þetta ADHD? Fræðsla í tengslum við Sálfræðiþing

Sálfræðingafélags Íslands, stendur í kvöld fyrir opnum fræðslufyrirlestri fyrir almenning undir yfirskriftinni "Hvað er með þetta ADHD?" Sálfræðingarnir Dagmar Kristín Hannesdóttir og Sigurlín Hrund Kjartansdóttir fjalla um helstu einkenni ADHD hjá börnum og fullorðnum. Þær munu kynna árangursríkar leiðir, gefa hagnýt ráð sem geta bætt lífsgæði og líðan og leiðbeina um hvert hægt er að leita þegar aðstoðar er þörf. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fræðsla hefst kl. 20 og lýkur kl. 21:30.