17.04.2024
Aðalfundur ADHD samtakanna, 16. apríl 2024 samþykkti einum rómi meðfylgjandi ályktun um þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi í þjónustu hins opinbera við fólk með ADHD: Vantraust og kerfishrun í þjónustu við fólk með ADHD. Í ályktuninni er skorað á Heilbrigðisráðherra annarsvegar og landlækni hinsvegar að grípa nú þegar til aðgerða vegna stöðunnar.
16.04.2024
Boðað er til aðalfundar ADHD samtakanna fta. , í kvöld þriðjudaginn 16. apríl kl. 19:30. Aðalfundurinn fer fram í hátíðarsal ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð.
27.03.2024
Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna skrifar á visir.is vegna alvarlegs málflutnings formanns Geðlæknafélagsins á Bylgjunni. Grein Vilhjálms birtist 27.03.2024
27.03.2024
Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna skrifar á visir.is og mætti í spjall í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni, vegna síendurtekinna rangfærslna og dylgna Óttars Guðmundssonar, nú síðast á dv.is Grein Vilhjálms birtist 25.03.2024 og viðtalið í Reykjavík Síðdegis var sama dag.
20.03.2024
ADHD útibú Suðurnesja bjóða uppá spjallfund um sögur af ADHD meðal fullorðinna þann 20. mars 2024.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði Rauða Krossins, Smiðjuvöllum 9, 230 Reykjanesbæ frá
kl: 20.00-22:00. Gestir hvattir til að taka þátt í umræðum og spyrja spurninga.
Hér er hlekkur á facebook viðburð: https://fb.me/e/7enytGNIS
Öll velkomin.
Hér er tengill til að skrá sig í samtökin: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd
13.03.2024
Í lok síðasta mánaðar kom út glæný bók sem varpar ljósi á ADHD eins og það kemur fram á fullorðinsárum. Það er farið er yfir lykileinkenni og orsakir ADHD, þróun einkenna yfir æviskeiðið, birtingarmyndir og mögulega fylgikvilla, eins og kvíða og þunglyndi. Fjallað er um greiningarferlið eins og það er hér á landi, meðhöndlun og helstu styrkleika sem fylgt geta því að vera með ADHD. Eins er greint frá leiðum til að bæta skipulag, einbeitingu, tímastjórn og minni, sem og aðferðum til að draga úr frestun. Þótt ADHD verði ekki upprætt með bókalestri má draga úr þeirri hömlun sem einkennin valda og hvernig má hámarka styrkleika sína.