Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna og unglinga
22.01.2024
Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna og unglinga
Á þessum tveimur námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað ADHD er og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi ungmenna með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur ungmenna með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt. Fyrra námskeiðið er ættlað aðstandendum barna á aldrinum 6-12 ára en það seinna er ættlað aðstandednum unglinga á aldrinum 13-18 ára.
Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna á aldrinum 6 - 12 ára
Námskeið er haldið laugardaginn 3. febrúar frá kl. 09:00-16:00 í húsakynnum ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð og í lokuðu streymi. Boðið er uppá veitingar í hádeginu, ásamt kaffi og með því. Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.
Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur unglina á aldrinum 13 - 18 ára
Námskeið er haldið laugardaginn 10. febrúar frá kl. 09:00-16:00 í húsakynnum ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð og í lokuðu streymi. Boðið er uppá veitingar í hádeginu, ásamt kaffi og með því. Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.