Tvær glænýjar bækur um ADHD sem varpar ljósi á ADHD á mannamáli. Í bókinni
ADHD í stuttu máli svarar hinn heimsþekkti ADHD-sérfræðingur, metsöluhöfundur og TikTok-stjarnan, dr. Edward M. Hallowell (einnig þekktur sem Dr. Ned), því hvað hvað ADHD er og útskýrir vísindin að baki ADHD um leið og hann hrekur mýtur og leiðréttir misskilning. Jafnframt gefur hann góð ráð sem lúta að heilsu og velferð, menntun, starfsframa, fjármálum og samböndum, en hver kafli bókarinnar hefur að leiðarljósi að benda á möguleikana sem felast í að vera með ADHD.
Í bókinni
ADHD fullorðinna varpa Bára Sif Óm arsdóttir og Sóley Dröfn Davíðsdóttir ljósi á ADHD eins og það kemur fram á fullorðinsárum. Það er farið er yfir lykileinkenni og orsakir ADHD, þróun einkenna yfir æviskeiðið, birtingarmyndir og mögulega fylgikvilla, eins og kvíða og þunglyndi. Fjallað er um greiningarferlið eins og það er hér á landi, meðhöndlun og helstu styrkleika sem fylgt geta því að vera með ADHD. Eins er greint frá leiðum til að bæta skipulag, einbeitingu, tímastjórn og minni, sem og aðferðum til að draga úr frestun.
Kynntu þér þessar frábæru bækur sem fást í
vefverslun ADHD samtakanna en þar er einnig boðið upp á heimsendingu!