27.09.2024
Fullt var út úr dyrum á fræðslufundi ADHD samtakanna 25. september síðastliðinn. Mikill fjöldi fylgdist líka með í streymi á ADHD í beinni á facebook. Það var Signý Gunnarsdóttir talmeinafræðingur sem sá um fræðsluna. Næsti fræðslufundur er 2. október nk. og verður hann aðgengilegur í streymi fyrir félagsfólk.
16.09.2024
Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður og í ár beinum við sjónum okkar að ADHD og konum.
15.09.2024
Yfir 40 mættu á fræðslufund um krefjandi hegðun barna og unglinga 10. september síðastliðinn sem ADHD samtökin í samvinnu við ADHD Suðurland stóðu fyrir.
07.06.2024
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 24. ágúst 2024 og skráningar í hlaupið eru komnar á fullt. ADHD Samtökin vilja þakka þeim frábæra hópi hlaupara sem þegar hafa skráð sig og ætla að hlaupa fyrir samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu. Samtökin eru bæði þakklát og djúpt snortin en Reykjavíkurmaraþonið er gríðarlega mikilvægur liður í fjáröflun samtakanna.
31.05.2024
Sumar- og haustnámskeið ADHD samtakanna - skráning hafin!
Opnað hefur verið fyrir skráningu á næstu námskeið ADHD samtakanna Framboðið er meira en nokkru sinni fyrr. Áfram verða á dagskránni námskeið sem hafa verið í boði með einum eða öðrum hætti á liðnum árum og hafa hlotið mikið lof meðal þátttakenda en nú bætast einnig við ný og spennandi sjálfsstyrkingarnámskeið og sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni með ADHD.
29.05.2024
Síðustu forvöð að skrá barn í Gauraflokk KFUM í Vatnaskógi í sumar. Um er að ræða sumarbúðadvöl fyrir 10-12 ára drengi með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir sem unnið er í samstarfi við ADHD samtökin.
Frekari upplýsingar og skráning á vef KFUM hér að neðan: https://www.kfum.is/sumarstarf/vatnaskogur/gauraflokkur/