Akureyri fræðslufundur - ADHD og Konur

Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi hjá Míró.is, námskeiðahaldari og stjórnarkona í ADHD samtökunum ætlar að koma og fræða okkur um ADHD og konur sem er hennar hugðarefni. Skilningur og þekking á ADHD er sífellt að aukast og vitum við að einkenni ADHD hverfa ekki þegar skóla eða vinnudegi líkur. Birtingarmynd ADHD hjá konum er ólík birtingarmynd karla og ein af ástæðunum fyrir því að þær eru einn stærsti hópurinn sem takast á við langvarandi álag og streitu.

Sigrún mun fjalla um ADHD kvenna og mun hún koma inn á þætti eins hormóna, kröfur í daglegu lífi , styrkeika og leiðir til að finna jafnvægi í daglegu lífi, starfi og námi.

Hvað er til ráða og hvar á að byrja.

Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.

Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.

ATH! Hægt er að ganga í ADHD samtökin á heimasíðu samtakanna: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd
 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!