Í ljósi mikilla umræðu um ADHD, lyf og biðlista tengd röskuninni vilja ADHD samtökin vekja athyggli á upplýsingasíðunni sinni greining, meðferð og lyf bjarga lífum! Því Þrátt fyrir áralanga baráttu samtakanna hafa biðlistar eftir ADHD greiningum lengst sökum aðgerðarleysis og vanfjármögnunar málaflokksins. Þessi langi biðtími eftir greiningum, skortur á meðferðarrúrræðum og gríðarlegir fordómar gagnvart notkun ADHD lyfja skerða lífsgæði þúsunda einstaklinga á degi hverjum og valda þeim og samfélaginu öllu gríðarlegum skaða. Sem hluti af átakinu greining, meðferð og lyf bjarga lífum vildu samtökin vekja athygli á ástandinu og auka þekkingu í samfélaginu og á meðal félagsfólks samtakanna og auka skilning á mikilvægi þessa þátta. Framleiddu samtökin því myndbönd þar sem rætt var við nokkra einstaklinga um reynslu þeirra ásamt því að tekið var saman upplýsingar um verndandi áhrif greininga, meðferðar og lyfja fyrir fólk með ADHD og samfélagið í heild. Hér að neðan má sjá eitt myndbandið og hér að neðan ef hægt er að nálgast þau öll á síðu átaksins: greining, meðferð og lyf bjarga lífum!