05.10.2014
Lína langsokkur tók í gær við fyrsta endurskinsmerki ADHD samtakanna en afhending merkisins markar upphaf alþjóðlegs ADHD vitundarmánaðar. Merkið var afhent strax að lokinni sýningu á leikritinu um Línu í Borgarleikhúsinu og voru allir þátttakendur í leikritinu viðstaddir.
30.09.2014
ADHD samtökin bjóða félagsmönnum sínum og öðrum upp á fyrirlestur með Ara Tuckman næstkomandi þriðjudag, 7. október. Fyrirlesturinn er hluti af myndarlegri dagskrá sem ADHD samtökin efna til í tengslum við alþjóðlegan vitundarmánuð nú í október. Yfirskrift fyrirlestrarins er "ADHD og makar - Farsæld í sambandi".
30.09.2014
ADHD samtökin efna til spjallfundar fyrir foreldra og forráðamenn annað kvöld, miðvikudag 1. október. Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur leiðir fundinn en yfirskrift hans er ADHD og unglingar.
22.09.2014
Áætla má að 30% þeirra ungmenna sem sitja í fangelsum séu með athyglisbrest og ofvirkni eða ADHD. Þegar kemur að fullorðnum föngum eru um 26% með ADHD en fangar með ADHD eru yngri að meðaltali en aðrir þegar þeir hljóta í fyrsta sinn dóm. mbl.is greinir frá.
16.09.2014
Við minnum á spjallfundinn fyrir fullorðna á morgun, miðvikudag 17. september kl. 20:30. Yfirskrift fundarins er tæki, tækni og öpp. Snorri Páll Haraldsson vefforitari leiðir fundinn.
09.09.2014
Líkt og fyrr býður Skema upp á fjölbreytt úrval námskeið þennan veturinn fyrir alla aldurshópa. Búið er að opna fyrir skráningar á haustnámskeið Skema en þau verða á átta mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
08.09.2014
Marie Danaprinsessa heimsótti í liðinni viku Kolding þar sem dönsku ADHD samtökin efndu til stórrar ráðstefnu. Marie prinsessa sat meðal annars fyrirlestur breska sálfræðiprófessorsins David Daley sem fjallaði um skilning á röskuninni og afleiðingum hennar.
04.09.2014
Skrifstofa ADHD samtakanna er lokuð í dag vegna málþings Sjónarhóls.Við minnum á netfangið okkar adhd@adhd.is
Skrifstofan verður opin á auglýstum tíma á morgun, föstudag 5. september.
01.09.2014
Spjallfundir ADHD samtakanna hefjast nú að nýju eftir sumarhlé. Fyrsti spjallfundur haustsins verður miðvikudaginn 3. september, fyrir foreldra og forráðamenn. Elín Hoe Hinriksdóttir, sérkennari og formaður ADHD leiðir fundinn.
01.09.2014
Guðmundur Elías Knudsen heldur námskeiðið Hreyfismiðjuna fyrir unglingsstráka með ADHD. Fréttablaðið greinir frá í dag og birtir viðtal við Guðmund. Hann byggir námskeiðið á eigin reynslu, en sjálfur er hann lesblindur og með athyglisbrest.