ADHD samtökin bjóða félagsmönnum sínum og öðrum upp á fyrirlestur með Ara Tuckman næstkomandi þriðjudag, 7. október.
Fyrirlesturinn er hluti af myndarlegri dagskrá sem ADHD samtökin efna til í tengslum við alþjóðlegan vitundarmánuð nú í
október. Yfirskrift fyrirlestrarins er "ADHD og makar - Farsæld í sambandi".
Fyrirlesturinn verður þriðjudaginn 7. október 2014 í Hvammi á Grand Hótel
Reykjavík og hefst klukkan 17:30.
Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.
Ari Tuckman er sjálfstætt starfandi sálfræðingur
í West Chester, Pennsylvaniu í Bandaríkjunum. Hann hefur haldið vel á þriðja hundrað fyrirlestra og kynninga og hlotið einróma lof fyrir skýra og einfalda framsetningu á flóknum umfjöllunarefnum. Í fyrirlestrinum sem
hann flytur á vegum ADHD samtakanna fjallar hann á hnyttinn og spaugsaman en jafnramt fræðandi hátt um samband ADHD einstaklings við maka og hvernig auka má
líkur á farsæld í slíku sambandi.
Ari Tuckman hefur gefið út þrjár bækur um ADHD og hefur ein þeirra verið þýdd á íslensku og kemur út í
vitundarmánuðinum nú í október.
1. Understand Your Brain, Get More Done: The ADHD Executive Functions Workbook
2. More Attention, Less Deficit: Success Strategies for Adults with ADHD
3. Integrative Treatment for Adult ADHD: A Practical, Easy-To-Use Guide for Clinicians.