25.02.2014
Minnum á spjallfund ADHD samtakanna fyrir fullorðna annað kvöld, miðvikudag 26. febrúar. Yfirskrift fundarins er "ADHD og nám".
24.02.2014
ADHD samtökin hafa efnt til samstarfs við Karitas Ósk Björgvinsdóttur og Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttur, Cand. Psych. nema í sálfræði við Háskóla Íslands. Óskað er eftir þátttakendum í rannsókn þeirra.
17.02.2014
Vörustjórnunarsvið BYKO, undir forystu hugmyndasmiðsins Heiðars B. Heiðarssonar málaði 12 myndir árið 2013 sem voru seldar á uppboði í janúar 2014, en ágóðinn rann til ADHD samtakanna.
14.02.2014
ADHD samtökin bjóða upp á fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD í mars. Skráning er hafin hér á vefnum.
12.02.2014
Björk Þórarinsdóttir, formaður ADHD samtakanna leiðir fundinn. Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 4.hæð og hefst klukkan 20:30. Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.
12.02.2014
Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir drengi, 13-16 ára hefst 18. mars. Skráning er hafin á vef ADHD samtakanna en aðeins er gert ráð fyrir 10 þátttakendum á hvert námskeið.
11.02.2014
Félagsmönnum bjóðast nú afsláttarkjör á námskeiði hjá Hraðlestrarskólanum. Sérstakur afsláttur verður veittur af almennu gjaldi til 1.júní 2014 eða 14.000 króna afsláttur.
08.02.2014
ADHD samtökin hafa efnt til samstarfs við Söru Bjargardóttur, meistaranema í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Sara hyggst rannsaka hvort ADHD hafi áhrif á máltökuferli barna en áður hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna fram á fylgni milli ADHD og ýmissa raskana, meðal annars málþroskaraskana. Óskað er eftir þátttakendum í rannsókni Söru, helst börnum í 3. til 5. bekk grunnskóla.
03.02.2014
ADHD samtökin bjóða nú upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir unglinga, 13-16 ára, GPS sem stendur fyrir Gagnleg, persónuleg stjórntæki. Námskeiðið er kynjaskipt og hefst námskeið fyrir stúlkur 13. febrúar. Skráning er hafin á vef ADHD samtakanna en aðeins er gert ráð fyrir 10 þátttakendum á hvert námskeið.
30.01.2014
Boðið verður upp á Vídeó / spjallfundi fram til vors 2014 í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13.
Alls verður boðið upp á 8 slíka fundi en góðsfúslegt leyfi eigenda myndbandanna fékkst til að sýna þau á vegum ADHD samtakanna. Fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 4. febrúar en þá verður sýnd myndin ADD and loving it.