Marie Danaprinsessa heimsótti í liðinni viku Kolding þar sem dönsku ADHD samtökin efndu til stórrar ráðstefnu. Marie prinsessa sat
meðal annars fyrirlestur breska sálfræðiprófessorsins David Daley sem fjallaði um skilning á röskuninni og afleiðingum hennar.
Jette Myglegaard, forseti dönsku ADHD samtakanna segir á heimasíðu samtakanna að stuðningur prinsessunnar sé afar mikilvægur og vonandi muni
heimsóknin hjálpa til við að auka skilning á röskuninni og öllu því sem samfélagið getur gert til að bæta líf
fólks með ADHD.
Vefsíða dönsku ADHD samtakanna