Skema: skráning hafin á námskeið á haustönn

Líkt og fyrr býður Skema upp á fjölbreytt úrval námskeið þennan veturinn fyrir alla aldurshópa. Búið er að opna fyrir skráningar á haustnámskeið Skema en þau verða á átta mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Öll námskeið Skema byggja á Skema aðferðafræðinni sem er sérstök kennsluaðferð, studd af rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði. Markmið námskeiðanna er að þátttakendur sjái forrit verða að veruleika, auk þess sem þátttakendur munu sjá hvað forritun getur verið skemmtileg og áhugaverð. Mörg sveitafélög bjóða upp niðurgreiðslu til íþrótta- og tómstundastarfs og hefur Skema gert samning við nokkur þeirra.

Námskeið í boði

  • Byrjendanámskeið: Tölvuleikjaforritun - Grunnur

Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í heim tækninnar og möguleika hennar í gegnum leikjaforritun.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái kynningu á undirstöðuatriðum forritunar með ómeðvituðum lærdóm í gegnum leik. Notast verður við hugarkort og söguborð við hönnun tölvuleikja auk þess sem þrívíða forritunarumhverfið Alice verður notað við gerð leikjanna. Alice er sjónrænt "drag-drop" umhverfi og í því eru engar "syntax" villur. Þannig fá þátttakendur betra rými til að einbeita sér meira að því sem skiptir máli á þessu stigi. Tölvuhrekkir verða einnig teknir fyrir og lærum við að forrita nokkra alveg meinlausa hrekki.

Nánari upplýsingar og skráning

 


  • Kode CTRL - Tækjaforritun

Þátttakendur munu kynnast Kodu Game Lab en það er grafískt tölvuleikjaforrit sem gerir þér kleift að hanna leik fyrir PC tölvu eða XBox. Kodu tvinnar saman helstu kröfur þess sem viðkemur tölvuleikjagerð þá einna helst að vera skapandi, vinna að því að leysa vandamál, koma frá sér sögu sem og að forrita.
 

Á námskeiðinu verður unnið með Makey Makey sem er frábært tæki sem breytir hversdagslegum hlutum í stjórntæki fyrir tölvuna. Hægt er að nota banana, leir eða hvað sem manni dettur í hug til að sem hægt að nota til að tengja við tölvuna.

Auk alls þessa munu nemendur forrita hegðun vélmennis sem kallast Finch-róbót í gegnum forrit sem heitir Finch Dream, en einnig er hægt að forrita vélmennið með python, java og fleiri forritunarmálum.

Nánari upplýsingar og skráning


  • Vefsmíði

Vefsíður eru eitt helsta margmiðlunarverkfæri samtímans og gera notendur til þeirra miklar kröfur. En það er margt sem þarf að huga að þegar ráðist er í vefsíðugerð. Til að mynda hver markhópurinn er, hvaða skilaboðum á að koma á framfæri, hvernig útlit á að vera og, síðast en ekki síst, hver virknin á síðunni á vera.

Meðal þess sem börnin munu læra á námskeiðinu er:

  • grunnatriði forritunar í HTML og CSS
  • að skilja ákveðna markhópa
  • grunnþættir myndvinnslu

  • Skema "Hang-Out" - Vorönn 2014

Skema „Hang out" eru hittingar nemenda og Skema teymisins. Um er að ræða afslappaða „Hang out" hittinga þar sem stuðlað er að auknum samskiptum milli nemenda og áhugi á tækni efldur.

Nánari upplýsingar og skráning


  • iPad forritun

Á námskeiðinu kynnast þátttakendur forritun á og fyrir iPad. Auk þess veitum við þeim víðari innsýn inn í heim atvinnulífsins á sviði tækninnar með því að skyggnast inn í tækni- og tölvuleikjaiðnaðinn á Íslandi og þá sérstaklega með smáforritaþróun (e. app development) í huga.

Markmið námskeiðsins er að byggja ofan á þekkingu þátttakenda á forritun þannig að þeir verði fjölhæfari hvað varðar forritunarmál og notkun mismunandi tækja.

Nánari upplýsingar og skráning


  • Fjölskyldunámskeið

Spennandi námskeið fyrir alla fjölskylduna.
iPad í leik og námi er 2 klst. vinnustofa í notkun á iPad fyrir fjölskylduna.

Fjölskyldan kemur saman og skoðar þá möguleika sem iPad hefur upp á að bjóða í leik og námi.

  • Helstu aðgerðir á tækinu
  • Öpp sem nýtast fjölskyldunni
  • Öpp sem nýtast í námi fyrir grunnskólabörn

Nánari upplýsingar og skráning


Vefsíða Skema