Leikarahópurinn í Línu langsokk /MYND:Katrín Björg
Lína langsokkur tók í gær við fyrsta endurskinsmerki ADHD samtakanna en afhending merkisins markar upphaf alþjóðlegs ADHD
vitundarmánaðar. Merkið var afhent strax að lokinni sýningu á leikritinu um Línu í Borgarleikhúsinu og voru allir þátttakendur
í leikritinu viðstaddir.
Með hverju endurskinsmerki fylgir örbæklingur sem inniheldur helstu upplýsingar um ADHD eða athyglisbrest með ofvirkni. Endurskinsmerkið í ár
ber líkt og fyrri ár meinfyndna teikningu Hugleiks Dagssonar. Merkin eru prentuð í Svíþjóð úr hágæðaefni sem stenst alla
staðla og kröfur.
Endurskinsmerkin verða seld til styrktar ADHD samtökunum á afgreiðslustöðum N1 um allt land á kr.
1.000,-
Þá er einnig hægt að kaupa merkin hér
á vefnum, www.adhd.is
Allur söluágóði rennur til ADHD samtakanna.
ADHD samtökin færa Línu langsokk og öllum sem að leikritinu í Borgarleikhúsinu standa, innilegar þakkir fyrir aðstoðina. Sömuleiðis
þökkum við Hugleiki Dagssyni innilega fyrir allar skemmtilegu teikningarnar sem hafa prýtt endurskinsmerki samtakanna síðustu ár.