Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál efnir til morgunverðarfundar á Grand Hóteli á morgun, miðvikudag, 29.
október undir yfirskriftinni "Opinber umfjöllun um börn - Ábyrgð fjölmiðla og foreldra". Þar verður sjónum beint að
því hvernig fjallað er um börn í fjölmiðlum, um afbrot barna og hver réttur barna er gagnvart fjölmiðlum.
Fyrirlesarar eru þær Heiðdís Lilja Magnúsdóttir blaðamaður og lögfræðingur, Hrefna
Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla og Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent við lagadeild
Háskólans í Reykjavík
Í lok fundarins verða opnar umræður. Fundarstjóri er Elísabet Gísladóttir.
Fundurinn hefst klukkan 8:15 og stendur til klukkan 10.
Þátttökugjald er 2.100 krónur og er morgunmatur innifalinn í gjaldinu.