Almannaheill, samtök þriðja geirans, efna á föstudag til málþings um starfsumhverfi félagasamtaka. Málþingið er hluti af Fundi fólksins, líflegri þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess. Á málþinginu mun Sir Stephen Bubb, framkvæmdastjóri samtaka stjórnenda almannaheillasamtaka í Bretlandi, fjalla um áskoranir sem félagasamtök glíma og stuðning yfirvalda við störf þeirra.
Auk Sir Stephens mun Dr. Steinunn Hrafnsdóttir, dósent við félagsráðgjafadeild HÍ og stjórnarkona í Almannaheillum segja frá rannsóknum um félagasamtök. Þá mun Ketill Berg Magnússon, nýkjörinn formaður Almannaheilla ræða um sameiginlegar áskoranir félagasamtaka og mikilvægi þess að þau hafi sterka rödd þegar kemur að lagasetningu yfirvalda .
Tími: Föstudagur 12. Júní kl. 15.00 – 17.00
Staður: Norræna húsið, aðalsalur
Fyrir hverja? Alla sem áhuga hafa á faglegu starfi almannaheillasamtaka á Íslandi
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir
Vefsíða Almannaheilla