Aðalfundur ADHD samtakanna 2018
Aðalfundur ADHD samtakanna var haldinn þriðjudagskvöldið 27. nóvember síðastliðin. Í samræmi við lög samtakanna var á fundinum rætt um fjölbreytt og vaxandi starf samtakanna, ársreikningur ársins 2017 samþykktur og ný stjórn kjörin.
Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD samtakanna setti fundinn og kynnti ársskýrslu stjórnar. Starfsemi ADHD samtakanna óx og dafnaði árið 2017. Sífellt bætast við nýjir félagsmenn en á árinu voru tæplega 2.300 félagsmenn skráðir í samtökin.Markmið ADHD samtakanna er að börn og fullorðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu og fái þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun þeirra, möguleikum í námi og starfi og almennt bættum lífsgæðum. Starfsemi ADHD samtakanna er að veita fræðslu- og upplýsingaþjónustu, bjóða upp á spjallfundi, námskeið og stuðningsfundi. Að auki gefa samtökin úr bæklinga, fréttabréf og annað efni, halda úti virkri heimasíðu og fésbókarsíðu ásamt því að gæta hagsmuna einstaklinga með ADHD og aðstandenda þeirra. Ársskýrsluna má lesa í heild á meðfylgjandi slóð.
Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna fór á fundinum yfir ársreikninga samtakanna fyrir árið 2017 og voru þeir samþykkt.
Að síðustu var ný stjórn ADHD samtakanna kjörin í samræmi við lög samtakanna. Stjórn ADHD samtakanna er nú þannig skipuð:
- Elín Hoe Hinriksdóttir, formaður (kosin til aðalfundar 2019)
- Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður (kosinn til aðalfundar 2019)
- Elín Hrefna Garðarsdóttir, gjaldkeri (kosin til aðalfundar 2020)
- Sólveig Ásgrímsdóttir, ritari (kosin til aðalfundar 2020)
- Drífa B. Guðmundsdóttir, meðstjórnandi (kosin til aðalfundar 2020)
- Hákon Helgi Leifsson, meðstjórnandi (kosinn til aðalfundar 2019)
- Jóna K. Gunnarsdóttir, meðstjórnandi (kosin til aðalfundar 2020)
- Svanhvít Bragadóttir, varamaður (kosin til aðalfundar 2019)
- Sigrún Jónsdóttir, varamaður (kosin til aðalfundar 2020)
Fundarstjóri aðalfundar ADHD samtakanna árið 2018 var Friðrik Sigurðsson, f.v. framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.