Áfram veginn er rafrænt námskeið fyrir fullorðna með ADHD. Það eru margir fullroðnir að lenda á vegg í Covid varðandi sitt ADHD, bæði þeir sem eru að fá greiningu fyrst núna og þeir sem hafa verið með greiningu í lengri tíma. Heimavinna, einvera og aðrir utanaðkomandi þættir eru gríðarlegt áreiti á einstaklinga með ADHD. Áfram vegin er námskeið sem leggur áherslu á styrkleika ADHD, auð auka skilning á þínu ADHD og auka stjórn og auka lífsgæði í daglegu lífi. Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað ZOOM laugardagana 19. febrúar 2022 og 26. febrúar 2022 frá kl. 11 til 13 hvorn dag.
Megin þemu námskeiðsins eru:
- Taugaþroskaröskunin ADHD
- Stýrifærni heilans
- Greiningarferli ADHD
- Mikilvægi greiningar og sáttar við greiningu
- Þróun sjálfsmyndarinnar og fylgiraskanir ADHD
- Hugræna líkanið
- Styrkleikar ADHD
- Bjargráð verða kynnt til sögunnar
- Kynning á meðferðarúrræðum fyrir ADHD
Leiðbeinendur vefnámskeiðsins eru : Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur og Sigrún Jónsdóttir þroskaþjálfi og ADHD-og einhverfu markþjálfi
Nánari upplýsingar og skráning er að finna hér á heimasíðu samtakanna.