Súper stelpur - námskeið fyrir 13-16 ára stelpur með ADHD

Súper stelpur - námskeið fyrir 13-16 ára stelpur með ADHD.
Súper stelpur - námskeið fyrir 13-16 ára stelpur með ADHD.

Skráningu er að ljúka á Súper stelpur - sjálfstyrkingarnámskeið ADHD samtakanna og Sjálfstyrks fyrir 13-16 ára stelpur með ADHD.

Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 22. febrúar kl. 12:00 - námskeiðið hefst sama dag kl. 20:00.

Hægt er að greiða fyrir námskeiðið með frístundastyrk sveitarfélaga.

 

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Sjálfstyrk og er ætlað stúlkum 13 til 16 ára með ADHD. Á námskeiðinu læra stelpurnar leiðir til þess að efla sjálfsmynd, félagsfærni, tilfinningastjórnun og líkamsvirðingu. Unnið er út frá aðferðum hugrænni atferlismeðferðar (HAM), díalektískrar atferlismeðferðar (DAM), núvitundar og yoga. Fyrir fyrsta tímann fer fram foreldrafræðsla sem er fjarfundur og stendur í klukkustund. Fer hún fram 22. febrúar frá 20-21:00. Í kringum Páskanna er 3 vikna pása á námskeiðinu.

Paola Cardenas og Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingar Sjálfstyrks kenna námskeiðið og er allt efni byggt á gagnreyndum sálfræðimeðferðum. Viðgjöf er veitt til foreldra á meðan námskeiði stendur. Sjálfsmatskvarðar eru lagðir fyrir þátttakendur og viðgjöf veitt til foreldra í lok námskeiðs.

Námskeiðið verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. 

Skipulag vornámskeiða 2021:

Tími Vikudagur Dagsettning Tími dags
1. tími Fimmtudagur 24. febrúar  16:30 - 18:30 
2. tími Fimmtudagur 3. mars  16:30 - 18:30 
3. tími Fimmtudagur 10. mars  16:30 - 18:30 
4. tími Fimmtudagur 17. mars  16:30 - 18:30 
5. tími Fimmtudagur 24. mars  16:30 - 18:30 
6. tími Fimmtudagur 31. mars  16:30 - 18:30 
7. tími Fimmtudagur 28. apríl.  16:30 - 18:30 


NÁMSKEIÐSVERÐ:

69.000 kr. fyrir félagsmenn ADHD samtakanna og 74.000 kr fyrir aðra: SKRÁNING HÉR

Innifalið í námskeiðsgjaldi er hressing og vinnubók Sjálfstyrks. Hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélaga til að greiða fyrir námskeiðið.

Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin hér.

Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is