17.11.2022
Minnum á spjallfundinn í kvöld í Grófinni Hafnarstræti 95. kl. 20:00 til 21.30.
Fundurinn sem ber yfirskriftina Friðsælt fjölskyldulíf á aðventunni er ætlaður börnum og ungmennum með ADHD, aðstandendum þeirra og öðrum áhugasömum.
Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur mun fjalla um algengar áskoranir sem fylgt geta breyttri rútínu á aðventu og jólum í fjölskyldum einstaklinga með ADHD. Ýmis ráð og hugmyndir verða kynnt til sögunnar sem dregið geta úr streitu og spennu og stuðlað að jákvæðum samskiptum innan fjölskyldunnar.
Þátttakendur eru hvattir til að taka virkan þátt í umræðunum og gaman væri ef ólík sjónarhorn myndu heyrast.
Komum saman og eigum notalega stund í aðdraganda hátíðar, gleði og friðar. Boðið verður upp á jólaöl, kaffi og smákökur.
Hægt er skrá sig á Facebook: https://www.facebook.com/events/3362814833941552/?ref=newsfeed
Til að skrá sig í samtökin á eftirfarandi hlekk:
https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt
Allir velkomnir!!
16.11.2022
Börnin okkar og ábyrgð RÚV! Grein eftir Vilhjálm Hjálmarsson, formann og Gyðu Haraldsdóttur, varaformann ADHD samtakanna um alvarlegar dylgjur og rangfærslur um greiningar, meðferð og notkun lyfja vegna ADHD í þættinum Börnin okkar sem sýndur var á RÚV. Greinin birtist fyrst á visir.is 16.11.2022
10.11.2022
Síðastliðinn fimmtudag var áttunda Kótilettukvöldið haldið í Höllinni í Vestmanneyjum. Kvöldið sem byrjaði sem lítill karlaklúbbur þar sem menn kæmu sama til þess að borða kótilettur hefur nú snúist upp í viðburð þar sem á þriðja hundarð manns kemur saman.
Ágóði af viðburðinum hefur í nokkurn tíma verið færður til félagasamtaka og voru ADHD Samtökunum og Einhug sem er félag einhverfra og aðstandenda þeirra styrkþegar þetta árið. Bæði félögin hafa verið virk í eyjum og þjónustað einstaklinga með þessar raskanir og fjölskyldur þeirra. Minningarsjóð Gunnar Karls Haraldssonar hlaut einnig styrk.
ADHD Samtökin vilja koma á framfæri þökkum sínum til þeirra sem standa á bak við þennan frábæra viðburð. Samhugur Eyjamanna er ávallt til fyrirmyndar og öðrum til eftirbreytni.
07.11.2022
ATH!! Vegna mikillar þátttöku þá verður fræðslufundurinn í Seljakirku, Hagasel 40.
ADHD og konur - Opinn spjallfundur 8. nóvember kl. 20:00.
Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi, námskeiðahaldari og stjórnarkona í ADHD samtökunum ætlar að koma og fræða okkur um ADHD og konur sem er hennar hugðarefni. Gríðarlegur fjöldi kvenna hefur ekki fengið greiningu á ADHD og er það ein af ástæðunum fyrir því að þær eru einn stærsti hópurinn sem tekst á við kulnun í dag. Hvað er til ráða og hvar á að byrja.
Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.
Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar!
Skráðu þig á Facebook viðburðinn og fáðu áminningu:
Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt
02.11.2022
Í þættinum ræðir Bóas Valdórsson við Önnu Töru Andrésdóttur doktorsnema við Háskólann í Barcelona en í rannsóknum sínum leggur hún sérstaka áherslu á konur með ADHD. Anna Tara lauk BS gráðu í sálfræði og viðbótardiplóma í hagnýtri jafnréttisfræði frá Háskóla Íslands, mastersgráðu í rannsóknum í hegðun og hugarstarfsemi frá Háskólanum í Barcelona.
Hún brennur fyrir málefnum ADHD því hún skilur vel hversu mikil áhrif ADHD getur haft á líf fólks. ADHD er meðhöndlanlegasta röskunin sem til er og því er mikilvægt að veita fólki þau bættu lífsgæði sem það eiga skilið.
Anna Tara flutti nýverið fyrirlestur á málþingi ADHD samtakanna undir yfirskriftinni Viljum við betra líf? Um verndandi áhrif greininga, meðferðar og lyfja vegna ADHD og er hægt að nálgast hann í heild sinni hér: https://youtu.be/DKauu18V3SQ?t=3362
Hlaðvarp ADHD samtakanna í umsjón Bóas Valdórssonar. Góðir gestir miðla reynslu sinni af lífinu með ADHD. Gleði, sorgir, sigrar og óborganlegar lífsreynslusögur í bland viðfróðleik um ADHD. Allt sem þú hélst að þú vissir um ADHD, en vissir í raun ekki.
Þáttinn í heild má nálgast hér að neðan og í öllum helstu hlaðvarpsveitum: https://open.spotify.com/episode/3rN7trTQtIjOi6Z9ubynBL?si=d6b88140f73a4960
27.10.2022
Á málþingi ADHD samtakanna er nefnist „Þú ert númer 1250 í röðinni...“ og haldið var 27. október á Grand Hótel voru afhent Hvatningaverðlaun ADHD samtakanna og voru KFUM/K þess heiðurs aðnjótandi. Hvatningarverðlaunin eru árlegur viðburður og veitt hverjum þeim sem með mikilsverðum hætti hefur lagt sitt af mörkum til bæta lífsgæði fólks með ADHD á Íslandi. Verðlaunin má veita til einstaklinga, félagasamtaka, stofnanna, fyrirtækja eða hverskyns lögaðila. Ólöf Birna Sveinsdóttir, Ásgeir Pétursson og Styrmir Magnússon veittu verðlaununum móttöku fyrir hönd KFUM/K.
27.10.2022
Skrifstofa ADHD Samtakanna er lokuð í dag á milli 13 og 16 vegna málþings samtakanna á Grand hótel. Hér er hægt að nálgast frétt um efni málþingsins:
27.10.2022
ADHD og konur - Opinn spjallfundur í Menntaskólanum á Egilsstöðum. 1. nóvember kl. 19:00.
Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi, námskeiðahaldari og stjórnarkona í ADHD samtökunum ætlar að koma og fræða okkur um ADHD og konur sem er hennar hugðarefni. Gríðarlegur fjöldi kvenna hefur ekki fengið greiningu á ADHD og er það ein af ástæðunum fyrir því að þær eru einn stærsti hópurinn sem tekst á við kulnun í dag. Hvað er til ráða og hvar á að byrja.
Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.
Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar!
Skráðu þig á Facebook viðburðinn og fáðu áminningu: https://fb.me/e/5WbQe4eYK
Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt
ADHD Austurland
26.10.2022
Við minnum á málþing samtakanna Þú ert númer 1250 í röðinni... sem er haldið á Grand Hótel á morgun frá kl. 13:00-16:00. Hægt er að skrá sig á málþingið hér að neðan en einnig er hægt að mæta og greiða fundargjald á staðnum.
20.10.2022
Þann 1. janúar 2022 tóku í gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.
Með lögum þessum er fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning tryggður aðgangur að sérstökum tengilið eða málastjóra í nærumhverfi barnsins, gert er ráð fyrir að börn og fjölskyldur geti snúið sér til tengiliðar eða málstjóra sem leiði málið áfram. Aðgangur að tengilið og málstjóra er tryggður strax frá fæðingu barns og þar til barn er 18 ára.
Vestmannaeyjabær hefur unnið að innleiðingu laganna og er eitt af fjórum frumkvöðlasveitarfélögum landsins og því komið vel af stað með innleiðinguna. Á þessum fyrsta spjallfundi vetrarins mun Silja Rós Guðjónsdóttir yfirfélagsráðgjafi segja okkur allt um þessi nýju lög og hvernig unnið er eftir þeim.
Fundurinn verður mánudaginn 24. október klukkan 19.30 í fundarherbergi íþróttamiðstöðvarinnar.