Þú ert númer 1250 í röðinni... Málþing á morgun

Við minnum á málþing samtakanna Þú ert númer 1250 í röðinni... sem er haldið á Grand Hótel á morgun frá kl. 13:00-16:00. Hægt er að skrá sig á málþingið hér að neðan en einnig er hægt að mæta og greiða fundargjald á staðnum.

Málþinginu verður enn fremur streymt fyrir félagsfólk á streymissíðu félagsins ADHD í beinni á Facebook, þeir sem vilja fylgast með í gegnum streymið þurfa að gefa upp kennitölu þegar gegnið er í grúppuna https://www.facebook.com/groups/613013522504922

Markmið málþingsins í ár er m.a. að varpa ljósi á þann gríðarlega kostnað sem skapast meðan beðið er eftir þjónustu, bæði hjá einstaklingnum og síðast en ekki síst samfélaginu öllu.

Þrátt fyrir áralanga baráttu ADHD samtakanna fyrir bættri þjónustu við fólk með ADHD, hafa biðlistar eftir ADHD greiningum lengst ár frá ári - bæði hjá börnum og fullorðnum. Nú í lok árs 2022 eru hátt í 900 börn sem bíða eftir greiningu og yfir 1.200 fullorðnir sem gerir það að verkum að biðtíminn getur orðið allt upp í tvö til þrjú ár!

Langur biðtími eftir greiningum, skortur á meðferðarrúrræðum og gríðarlegir fordómar gagnvart notkun ADHD lyfja skerða lífsgæði þúsunda einstaklinga á degi hverjum og valda þeim sem og  samfélaginu öllu gríðarlegum skaða. Aðgerðarleysi stjórnvalda er í raun óskiljanlegt enda málið grafalvarlegt - dauðans alvara! Hægt er að nálgast frekari fræðslu og heyra frásagnir annarra með því að kynna sér herferð samtakanna er hleypt var af stokkunum í tilefni vitundarmánaðar. https://tinyurl.com/5bfbd92b

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga ávarpar málþingið og afhendir Hvatningarverðlaun ADHD samtakanna sem nú eru veitt í annað sinn.

Skráning á málþingið hér

Dagskrá

13:00 - 13:10 Bil Setning málþings    
     Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
     
13:10 - 13:20   Ávarp    
    Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna
     
13:20 - 13:30   Afhending Hvatningarverðlauna  
       
13:30 - 14:10   ADHD er ekki til    
    Haraldur Erlendsson geðlæknir 
     
14:10 - 14:50   Viljum við betra líf ? Um verndandi áhrif greininga, meðferðar og lyfja vegna ADHD.
    Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi
     
14:50 - 15:10   KAFFIHLÉ
     
15:10 - 15:40    Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna
     Elvar Daníelsson yfirlæknir 
     
15:40 - 15:50   Reynslusaga
    Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir alþingismaður
     
15:50 - 16:00   Samantekt og málþingsslit

 

Málþingið er hluti af alþjóðlegum ADHD vitundarmánuði og er lokaviðburður mánaðarins.
Skránignargjald er 4.000.- en verð fyrir félagsfólk samtakanna er 2.000.- Hægt er að skrá sig í ADHD samtökin hér - Skráning í ADHD samtökin