06.10.2022
Þá er komið að öðrum spjallfundi ADHD Samtakanna í Reykjavík, þetta haustið. Hvort sem þú ert ógreindur, nýgreindur eða langgreindur þá er þessi fundur fyrir þig. Tilgangurinn er að spjalla saman um reynslu okkar af ADHD, og deila bjargráðum sem við notum í lífinu.Fundargestum er frjálst að koma með spurningar, leita ráða og tala um sín hugðarefni.
Fundurinn verður í húsakynnum ADHD Samtakanna, Háaleitisbraut 13, á fjórðu hæð.
Húsið opnar 19:45 og er opið öllum, heitt á könnunni.
22.09.2022
Ársfundur ADHD Norðurland á morgun, 1. október kl. 13:00-14:00 í húsakynnum Grófarinnar Hafnarstræti 95, 4. hæð, 600 Akureyri. Fjölmennum, tökum með okkur gesti og stóreflum starfið á Norðurlandi!
14.09.2022
Við minnum á fræðslufundinn í kvöld kl. 20:00 - í Seljakirkju í Reykjavík og beinu streymi fyrir félagsmenn ADHD samtakanna í ADHD í beinni. Jón Ólafur Ólafsson, teymisstjóri Geðheilsuteymis HH - ADHD Fullorðinna mætir til okkar og segir okkur frá nýstofnuðu teymi Heilsugæslunnar en það hóf starfsemi í febrúar á þessu ári en þó að teymið sé nýtt þá er það að taka við uppsöfnuðum vanda úr heilbrigðiskerfinu þ.á.m. biðlista. Ljóst er að margir eru óvissir um hvert hlutverk nýs teymis er, hver er stefnan um minnkun biðlista, hvað hefur mögulega orðið um umsókn þeirra og eða/langar einfaldlega að vita hvernig greiningarferlið gengur fyrir sig. Að lokinni kynningu gefst tækifæri til að spyrja spurninga.
12.09.2022
Munið stofnfund ADHD Suðurnes í kvöld, mánudaginn 19. sept kl. 20:00 í húsakynnum Reykjanesapóteks, efri hæð (áður Sjálfstæðissalurinn) Hólagötu 15, 260 Reykjanesbæ. Ljóst er að gríðarlega þörf er á að bæta stöðu ADHD mála á Suðurnesjum, þörfin er mikil og úrræði fá. Tilgangur ADHD Suðurnesja á að vera að stuðla að fræðslu, veita félagsmönnum stuðning, veita yfirvöldum aðhald og vinna á fordómum sem fyrirfinnast í samfélaginu sem og hjá hinu opinbera. Tökum með okkur gesti - fjölmennum!
12.09.2022
ADHD samtökin og ADHD Vesturland bjóða upp á opinn fræðslufund um eldra fólk og ADHD, fimmdaginn 15. September nk. kl. 19:30. Fundurinn verður haldinn í aðstöðu Samfylkingarinnar á Akranesi og er ætlaður öllum sem vilja fræðast um ADHD og efri árin. Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur hefur veg og vanda að spjallfundinum og mun hún koma víða við.
12.09.2022
ADHD og konur
Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi, námskeiðahaldari og stjórnarkona í ADHD samtökunum ætlar að koma og fræða okkur um ADHD og konur sem er hennar hugðarefni. Gríðarlegur fjöldi kvenna hefur ekki fengið greiningu á ADHD og er það ein af ástæðunum fyrir því að þær eru einn stærsti hópurinn sem tekst á við kulnun í dag. Hvað er til ráða og hvar á að byrja.
07.09.2022
Þá er komið að því! spjallfundir ADHD Samtakanna fara í gang á mánudaginn 12. September en þeir verða mánaðarlega í allan vetur. Fyrsti fundurinn tekur á ADHD og foreldrahlutverkinu. Tilgangurinn er að ræða saman um reynslu okkar af ADHD, læra af hvort öðru, deila góðum bjargráðum og vera sterkari saman. Hvort þú er ógreind/ur, nýgreind/ur eða langgreind/ur þá er þessi fundur fyrir þig. Hver fundur hefur eitt yfirumræðuefni en fundargestum er frjálst að koma með spurningar, leita ráða og tala um sín hugðarefni. Fundurinn er í húsakynnum ADHD Samtakanna, Háaleitisbraut 13 á fjórðu hæð. Húsið opnar 19:45 og er opið öllum, heitt á könnunni.
22.08.2022
Framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi, Snævar Ívarsson, ætlar að heimsækja okkur 30. ágúst. Hann ætlar að kynna okkur starfsemi félagsins og fara yfir þau úrræði sem standa fólki með lesblindu, sem notar tölvur og snjalltæki, til boða. Rannsóknir sýna að helmingur einstaklinga með ADHD glíma við einhverja lesblindu. Snævar hefur mikla reynslu af því að kenna fólki með lesblindu að nota tölvur og aðra tækni til að aðstoða sig við lestur, skrift og skipulag. Hann mun koma með tölvuna sína og verkfæri sem hann kennir öðrum að nota.
Húsið opna 19:45 og heitt er á könnunni.
22.08.2022
ADHD Samtökin vilja þakka þeim frábæra hópi hlaupara sem hljóp síðastliðinn laugardag og öllum þeim sem hétu á þau. Þessi súper hlaupahópur sprengdi gamla söfnunarmetið og fyrir það eru samtökin bæði þakklát og djúpt snortin. Reykjavíkurmaraþonið er mikilvægur liður í fjáröflun samtakanna.
Í meira en 30 ár hafa ADHD samtökin unnið markvisst að því að einstaklingar með ADHD og skyldar raskanir og fjölskyldur þeirra, mæti skilningi í samfélaginu, fái stuðning, styrk og þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun, auknum möguleikum í námi, leik og starfi og almennt bættum lífsgæðum.
18.08.2022
Námskeiðið sem er haldið í samstarfi við Sjálfstyrk og er ætlað drengjum 9 -12 ára með ADHD. Á námskeiðinu læra strákarnir leiðir til þess að efla sjálfsmynd, félagsfærni og tilfinningastjórnun. Unnið er út frá aðferðum hugrænni atferlismeðferðar (HAM), díalektískrar atferlismeðferðar (DAM), núvitundar og yoga.
Sjálfstyrkingarnámskeið Sjálfstyrks og ADHD samtakanna - Súper krakkar 9-12 ára! Ætlað börnum sem gengur ágætlega að tileinka sér efni í 10 þátttakenda hóp.