20.10.2022
TÍA - tómstundir, íþróttir og ADHD er námskeið ADHD samtakanna fyrir þjálfara, tómstundafulltrúa og aðra sem koma að skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi barna, með sérstakri áherslu á þátttöku barna með ADHD. Skráning er hafin en námskeiðið verður haldið í tveimur hlutum 5. og 26. nóvember.
Námskeiðið er í höndum reynslumikilla fagaðila á sviðinu. Það eru þau Jakob Frímann Þorsteinsson, MA í náms- og kennslufræðum, Vanda Sigurgeirsdóttir MA í uppeldis- og menntunarfræðum og Bóas Valdórsson klínískur sálfræðingur sem hafa veg og vanda að námskeiðinu. Vanda og Jakob starfa við HÍ og hjá KVAN og Bóas starfar sem sálfræðingur við MH.
19.10.2022
Fræðsla fyrir aðstandendur og fólk sem umgengst og vinnur með börnum með ADHD.
Hvað er ADHD og hvernig birtist það. Sífellt fleiri fá ADHD greiningu og skilningur er sterkasta vopnið okkar til að bæta líðan og sjálfsmynd þeirra. Jóna Kristín Gunnarsdóttir grunnskólakennari, kennslu- og hegðunarráðgjafi ræðir um hvernig við getum stutt við og kennt okkur, börnunum, eða nánum fjölskyldumeðlimum að finna sína styrkleika og byggja upp sterka sjálfsmynd. Samskipti heimilis og skóla, heimanám og skipulag eftir að heim er komið eru þættir sem tæpt er á. Þessi fræðsla er fyrir alla og mikilvægt að muna að oft eru vinir barna okkar með ADHD og við því partur af umhverfi þeirra. Fundurinn fer fram mánudaginn 24. október, klukkan 17:30 í húsakynnum Grunnskólans á Hvanneyri.
17.10.2022
Nú eru síðustu forvöð til þess að skrá sig á Áfram veginn.
Áfram veginn er fjarnámskeið fyrir fullorðna með ADHD. Námskeið sem leggur áherslu á styrkleika ADHD. Unnið er að því að auka skilning hvers og eins á sínu ADHD, hvernig hægt er að auka stjórn og lífsgæði í daglegu lífi.
Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnaðinn ZOOM laugardagana 5. og 12. nóvember 2022 frá klukkan 11. til 13. báða daganna.
14.10.2022
ADHD og konur - Opinn spjallfundur í Grófinni, Hafnarstræti 95, 4 hæð, 24. október kl. 17:00.
Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi, námskeiðahaldari og stjórnarkona í ADHD samtökunum ætlar að koma og fræða okkur um ADHD og konur sem er hennar hugðarefni. Gríðarlegur fjöldi kvenna hefur ekki fengið greiningu á ADHD og er það ein af ástæðunum fyrir því að þær eru einn stærsti hópurinn sem tekst á við kulnun í dag. Hvað er til ráða og hvar á að byrja.
Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt. Skráðu þig á Facebook á viðburð spjallfundarins og fáðu áminningu.
Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar!
ADHD Norðurland
13.10.2022
Fræðsla fyrir aðstandendur
Hvað er ADHD og hvernig birtist það. Sífellt fleiri fá ADHD greiningu og skilningur er sterkasta vopnið okkar til að bæta líðan og sjálfsmynd þeirra. Jóna Kristín Gunnarasdóttir grunnskólakennari, kennslu- og hegðunarráðgjafi ræðir um hvernig við getum stutt við og kennt okkur, börnunum, eða nánum fjölskyldumeðlimum að finna sýna styrkleika og byggja upp sterka sjálfsmynd.
12.10.2022
Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD og munu ADHD samtökin standa fyrir fjölbreyttum viðburðum til að vekja athygli á málefnum fólks með ADHD. Í ár verður athyglinni sérstaklega beint að mikilvægi greininga, meðferðar og lyfja fyrir fólk með ADHD og því ófremdarástand sem í þeim málum ríkir hér á landi, en biðtími eftir þessari mikilvægu þjónustu er um tvö ár. Með bréfi þessu viljum við vekja athygli þína á áherslum ADHD samtakanna og bjóða þér á málþing samtakanna þann 27. okt - þú ert númer 1250 í röðinni...
11.10.2022
Þú ert númer 1250 í röðinni... Opið málþing ADHD samtakanna um afleiðingar ómeðhöndlaðs ADHD, biðlista og samfélagslegan kostnað, fimmtudaginn 27. október kl 13:00 á Grand hotel.
10.10.2022
Fræðslufundur í þorlákshöfn um ADHD og lyf.
Mikil umræða hefur verið um notkun lyfja og ADHD á liðnum misserum og víða má greina fordóma og vanþekkingu um þessi mál. Á fundinum verður farið yfir virkni helstu lyfja sem notuð eru vegna ADHD, rætt um mögulegar aukaverkanir og reynt að svara helstu spurningum sem brenna á vörum fundargesta.
Skráðu þig á Facebook viðburð spjallfundarins og fáðu áminningu: https://www.facebook.com/events/1299503754186671/?ref=newsfeed
07.10.2022
Fræðslufundur um ADHD og konur.
Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi, námskeiðahaldari og stjórnarkona í ADHD samtökunum ætlar að koma og fræða okkur um ADHD og konur sem er hennar hugðarefni. Gríðarlegur fjöldi kvenna hefur ekki fengið greiningu á ADHD og er það ein af ástæðunum fyrir því að þær eru einn stærsti hópurinn sem tekst á við kulnun í dag. Hvað er til ráða og hvar á að byrja?
07.10.2022
Árleg fjáröflun ADHD samtakanna með sölu endurskinsmerkja eftir Hugleik Dagsson er hafin. Nú er rétti tíminn til að næla sér í endurskinsmerki fyrir fjölskylduna, enda skammdegið að skella á. Athygli - já takk!