02.07.2020
Skrifstofa ADHD samtakanna verður lokuð í Júlí.
16.06.2020
Skráning er hafin á námskeið ADHD samtakanna sem haldin verða í haust. Um er að ræða fimm námskeið, fjögur sem hafa verið haldin í einu eða öðru formi á liðnum árum og hafa hlotið mikið lof þátttakenda og eitt nýtt, fyrir konur með ADHD, sem heitir Áfram stelpur! Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérstakra afsláttarkjara á öllum námskeiðunum, en fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fystur kemur fyrstur fær.
15.06.2020
Lífið með ADHD er nýtt hlaðvarp ADHD samtakanna og nú er fjallað um lögregluna og ADHD. Fram að þessu hefur fólkið sem starfar í lögreglunni lítið tjáð sig um málefnið en í þættinum fær Karitas Harpa rannsóknarlögreglumanninn Hall Hallsson í viðtal til sín og les einnig upp orð annars lögreglumanns sem treysti sér ekki til þess að koma fram undir nafni.
26.05.2020
Nú fer skráning, undirbúningur og áheitasöfnun vegna Reykjavíkurmaraþonsins 2020 að fara á fullt. Vonandi verður Team ADHD enn stærra í ár en í fyrra, en allir sem hlaupa 3 km, 5 km, 10 km, 21 km og heilt maraþon geta hlaupið til góðs og stutt þannig við ADHD samtökin. Vertu með í Team ADHD.
22.05.2020
Kjörið var í stjórn og ályktun samþykkt um brýnustu verkefnin framundan í geðheilbrigðismálum, á aðalfundi ADHD samtakanna 19. maí 2020.
20.05.2020
Í ályktun aðalfundar ADHD samtakanna er aukinni áherslu stjórnvalda geðheilbrigðismál og vitundarvakningu um mikilvægi geðheilbrigðis fagnað og kallað eftir stóraukinni þjónustu á því sviði. Afleiðingar Covid-19 faraldursins gera þau verkefni enn brýnari en ella. Ályktunina má nálgast í heild sinni á meðfylgjandi slóð.
14.05.2020
Síðasti fræðslufundur vorsins - ADHD og sumarfrí í opnu streymi á Facebook í dag, miðvikudaginn 27. maí kl. 19:30. Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur og stjórnarkona í ADHD samtökunum fjallar um helstu áskoranir sumarfría tímans og hagnýt ráð sem nýtast fjölskyldum einstaklinga með ADHD.
08.05.2020
Taktu stjórnina! ADHD markþjálfun er yfirskrift næsta fræðslufundar ADHD samtakanna á Facebook, miðvikudaginn 13. maí kl. 19:30. Sigrún Jónsdóttir mun þar fjalla um ADHD markþjálfun og hvernig hægt er að taka stjórnina í eigin lífi.
06.05.2020
Lífið með ADHD - nýr þáttur kominn í hlaðvarp ADHD samtakanna. Í öðrum þætti eru viðmælendurnir tveir. Annar er stjórnarmaður ADHD samtakanna og leikarinn Vilhjálmur Hjálmarsson. Sá síðari á það sameiginlegt með Vilhjálmi að vera leikari (og með ADHD) en það er fyrrum Borgarstjóri og þúsundþjalasmiðurinn Jón Gnarr, hann segir einlæglega frá skólagöngu sinni og síðan hvernig hann meðhöndlar sitt ADHD í dag.
05.05.2020
Boðað er til aðalfundar ADHD samtakanna, í kvöld, 19. maí nk. kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn að Háaleitisbraut 13, jarð hæð og dagskrá í samræmi við lög samtakanna.