22.09.2020
Vegna forfalla eru nokkur sæti laus á sjálfstyrkingarnámskeiðið Ég get! sem ætlað er 14-16 ára ungmennum með ADHD og hefst 30. september. Aðeins 12 þátttakendur eru á námskeiðinu enda mikið lagt uppúr félagslegum tengslum og virkri þátttöku ungmennanna. Hægt er að greiða fyrir námskeiðið með frístundastyrkjum sveitarfélaganna.
18.09.2020
ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um uppbyggjandi leiðir fyrir fólk með ADHD sem vill ná árangri, í kvöld miðvikudaginn 23. september nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV. hæð og er ætlaður fullorðnum með ADHD og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD. Vegna COVID faraldursins verður sérstaklega gætt að sóttvörnum og fundinum verður einnig streymt á lokað svæði skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna á Facebook, ADHD í beinni.
10.09.2020
Stofnfundur ADHD Austurland verður haldinn á morgun, 24. september nk kl. 20:00 á Hótel Héraði. ADHD Austurland er útibú ADHD samtakanna sem ætlað er að efla starfsemi samtakanna á Austurlandi og beita sér fyrir betri líffsskilyrðum fólks með ADHD á svæðinu. Allt áhugafólk um betra líf með ADHD er velkomið.
09.09.2020
ADHD Eyjar bjóða upp á opinn spjallfund í Vestmannaeyjum, um ADHD og lyf, í kvöld fimmtudaginn 17. september nk. kl. 17:30. Fundurinn verður í Flugvallarbyggingunni og er ætlaður aðstandendum barna með ADHD, fólki sem vinnur með börnum með ADHD og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD.
02.09.2020
Enn eru nokkur sæti laus á hið sívinsæla fræðslunámskeið ADHD samtakanna - Taktu stjórnina! sem byrjar 29. september 2020. Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fimm skipti, 2 klukkukstundir í senn. Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérkjara.
28.08.2020
ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um ADHD og einelti, í dag miðvikudaginn 2. september nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV. hæð og er ætlaður aðstandendum barna með ADHD og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD. Vegna COVID faraldursins verður sérstaklega gætt að sóttvörnum og tveggja metra reglunni á fundinum og því getur komið til þess að takmarka þurfi fjölda fundargesta. Þeir sem koma fyrst, ganga þá fyrir. Fundinum verður einnig streymt á lokað svæði skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna á Facebook, ADHD í beinni.
19.08.2020
ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um ADHD og skólastarf á tímum COVID, í dag, miðvikudaginn 26. ágúst nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV. hæð og er ætlaður aðstandendum barna með ADHD, námsfólki með ADHD, skólafólki og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD. Vegna COVID faraldursins verður sérstaklega gætt að sóttvörnum og tveggja metra reglunni á fundinum og því getur komið til þess að takmarka þurfi fjölda fundargesta. Þeir sem koma fyrst, ganga þá fyrir. Fundinum verður einnig streymt á lokað svæði skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna á Facebook, ADHD í beinni.
17.08.2020
Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 6-12 ára barna með ADHD verður haldið 12. og 19. september nk. Námskeiðið hentar vel fyrir alla nána aðstandendur barna með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Boðið verður uppá fjarfundarbúnað fyrir þá sem ekki geta mætt á staðinn.
12.08.2020
Í nýjasta þættinum af Lífið með ADHD mæta þau Hildur Öder Einarsdóttir og ólympíufarinn Björgvinn Páll Gústavsson og miðla af reynslu sinni og þekkingu. Lífið með ADHD er nýtt hlaðvarp ADHD samtakanna, sem reglulega mun birta viðtalsþætti á ruv.is og í öllum helstu hlaðvarpsveitum.
12.08.2020
Ekkert Reykjavíkurmaraþon þetta árið, en nú geta allir hlaupið eða gengið til góðs fyrir ADHD samtökin - hver á sinum tíma, hvaða vegalengd sem er og það kostar ekkert að vera með! Nýtum tækifærið og styðjum ADHD samtökin - velkomin í Team ADHD!