05.03.2020
Velferðarráð Reykjavíkur hefur úthlutað ADHD samtökunum myndarlegum styrk að upphæð kr. 1.500.000,- vegna tveggja mikilvægra verkefna á yfirstandandi ári. Annarsvegar er um að ræða styrk til að þýða fræðslubæklinga ADHD samtakanna yfir á Pólsku og Ensku og hinsvegar styrk til að veita fólki með ADHD, ráðgjöf og stuðning í ýmsu formi, m.a. með símaþjónustu, spjallfundum, námskeiðahaldi ofl.
28.02.2020
ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um ADHD og einelti, í kvöld, miðvikudaginn 4. mars nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV. hæð og er ætlaður aðstandendum barna með ADHD, fólki með ADHD og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD.
27.02.2020
Skráning er hafin á nýtt fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið ADHD samtakanna fyrir konur með ADHD – Áfram stelpur! Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fimm skipti, 2 klukkukstundir í senn og það hefst þriðjudaginn 28. april nk. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær!
26.02.2020
Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur úthluta ADHD samtökunum rekstrarstyrk að upphæð 7 milljónir króna, vegna ársins 2020.
25.02.2020
Í tilefni af málflutningi Andrésar Magnússonar, yfirlæknis hjá Embætti landlæknis, í fréttum Stöðvar 2, hefur stjórn ADHD samtakanna sent frá sér meðfylgjandi ályktun. Nánari upplýsingar veitir varaformaður ADHD samtakanna, Vilhjálmur Hjálmarsson í síma 8936395
21.02.2020
Enn eru nokkur sæti laus á hið sívinsæla námskeið ADHD samtakanna, fyrir aðstandendur 13-18 ára barna með ADHD. Hægt er að taka þátt í námskeiðinu í gegnum Facebook, hvar sem er á landinu. Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérkjara.
18.02.2020
ADHD Eyjar bjóða upp á opinn spjallfund í Vestmannaeyjum, um ADHD og eintelti, í dag, fimmtudaginn 20. febrúar nk. kl. 17:30. Fundurinn verður í Hamarsskóla og er ætlaður aðstandendum barna með ADHD, fólki sem vinnur með börnum með ADHD og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD.
18.02.2020
ADHD Norðurland heldur opinn spjallfund um styrkleika stjórnenda og starfsfólks með ADHD, í kvöld, fimmtudaginn 20. febrúar kl. 20:00. Fundurinn er ætlaður fólki með ADHD, stjórnendum og samstarfsfólki einstaklinga með ADHD. Fjölmennum og tökum gesti.
17.02.2020
ADHD fjölskyldan. ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um fjölskyldulíf fólks með ADHD, í kvöld, miðvikudaginn 19. febrúar kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV. hæð og er ætlaður aðstandendum barna með ADHD, fólki með ADhd og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD.
10.02.2020
Vegna aðildar að ADHD Euorpe geta ADHD samtökin nú boðið áhugasömum að taka þátt í ókeypis námskeiði á netinu um "ADHD, sex, intimacy and relationships." Námskeiðið hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma, þriðjudaginn 11. febrúar.