23.02.2015
ADHD samtökin hafa tekið tvær nýjar bækur til sölu á vef sínum. Annars vegar bók sem heitir "Að læra heima án þess að gubba" eftir Trevor Romain og hins vegar bókina "Taktu argið úr reiðinni" sem þær Elisabeth Verdick og Marjorie Lisovskis skrifuðu. Bækurnar eru til sölu á vef ADHD og á skrifstofunni, Háaleitisbraut 13, Reykjavík. Á annan tug bókatitla er til sölu á skrifstofu ADHD og þá er rétt að minna á myndarlegt bókasafn samtakanna sem er opið alla virka daga frá kl. 13 til 16.
23.02.2015
Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál efnir til morgunverðarfundar á Grand Hóteli miðvikudaginn 25. febrúar undir yfirskriftinni "Heimilisofbeldi - viðbrögð, úrræði, nýjar leiðir". Þar verður fjallað um heimilisofbeldi og nýja nálgun lögreglu og félagsþjónustu.
23.02.2015
Erica Lövgren verður hér á landi 16. apríl og kynnir ASL - kennsluaðferðina, aðferð fyrir yngsta stig grunnskóla og leikskólastig.
18.02.2015
Efnt verður til spjallfundar fyrir fullorðna í kvöld, miðvikudag 18. febrúar 2015. Snorri Páll Haraldsson vefforitari leiðir fundinn en yfirskrift hans er "Styrkleikar ADHD". Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 2.hæð og hefst klukkan 20:30. Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.
16.02.2015
Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, Reykjavík, laugardagana 27. febrúar og 5. mars 2016. Skráning er hafin á vef ADHD.
16.02.2015
ADHD samtökin bjóða í mars upp á GPS-námskeið, sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur, 13-16 ára. GPS stendur fyrir Gagnleg, persónuleg stjórntæki. Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum á hvert námskeið. GPS námskeiðið hefst 18. apríl 2015.
11.02.2015
Fræðslunámskeið fyrir kennara og annað starfsfólk grunnskóla um skólagöngu barna með athyglisbrest og ofvirkni sem fyrirhugað var að halda nú í febrúar hefur verið fellt niður. Þátttaka var svo dræm að ekki er grundvöllur til að halda námskeiðið. Hugað verður að samskonar námskeiði með vorinu.
09.02.2015
Bóksala stúdenta og Mál og Menning hafa tekið bók Ara Tuckman, "Leyndardómar heilans - láttu verkin tala" í sölu.
03.02.2015
Efnt verður til spjallfundar fyrir foreldra og forráðamenn á morgun, miðvikudag 4. febrúar 2015. Sigurvin Lárus Jónsson prestur leiðir fundinn en yfirskrift hans er "Að lifa af helgina". Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 2.hæð og hefst klukkan 20:30. Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.
03.02.2015
Bók Ara Tuckman, "Leyndardómar heilans - láttu verkin tala" er komin í sölu hjá bókaverslunum Eymundsson.