28.09.2015
Á dögunum opnaði vefsíðan www.egerunik.is. Síðan er einstakt verkfæri fyrir fólk með ADHD og einhverfu og gerir því kleift, eða foreldrum barna með ADHD eða einhverfu, að útbúa persónulegt fræðsluefni um einstaklinginn. Ekkert slíkt verkfæri hefur verið til en mikil þörf verið á. Hugmyndasmiður og eigandi síðunnar er Aðalheiður Sigurðardóttir.
15.09.2015
Fyrsti spjallfundur haustsins verður annað kvöld, miðvikudag 16. september. Fundurinn er ætlaður fullorðnum með ADHD og er umfjöllunarefnið styrkleikar ADHD. Ásta Sóley Sigurðardóttir leiðir fundinn sem verður að Háaleitisbraut 13 - 4.hæð og hefst klukkan 20:30.
Allir eru velkomnir í kaffi og notalega stund, án endurgjalds.
14.09.2015
Í þættinum Fólk með Sirrý á Hringbraut síðastliðið miðvikudagskvöld var rætt við fólk á fullorðinsárum sem hefur lifað með athyglisbresti sínum frá því það man eftir sér, en opinber umræða um hegðunaráráttu af þessu tagi var varla til í þeirra ungdæmi. Stefán Karl Stefánsson leikari lýsti því með tilþrifum hvernig er að glíma við athyglisbrestinn, sem hann segir að geti oft og tíðum verið einmanalegt en hann eigi það til að loka sig af inni á heimilinu með konu og börnum og þrá það eitt að enginn trufli hann í örygginu innan dyra. Þá fylgi hans ADHD oft þunglyndi, félagsleg einangrun og skilningsleysi samfélagsins.
01.09.2015
Óskað er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna ÖBÍ 2015 fyrir 15. september nk. Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og stuðlað að einu samfélagi fyrir alla.
25.08.2015
Rúmlega fjörutíu þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka ákáðu að hlaupa í þágu ADHD samtakanna og settu af stað áheitasöfnun. ADHD samtökin eru afar þakklát fyrir þennan stuðning og þann hlýhug sem í þessu felst.
07.08.2015
ADHD samtökin bjóða á ný upp á fræðslunámskeið og ráðgjöf fyrir fullorðna með ADHD. Námskeiðið nefnist "Taktu stjórnina" og stendur í 10 klukkustundir, laugardagana 5. september og 12. september. Skráning er hafin á vef samtakanna en fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
07.08.2015
ADHD samtökin bjóða upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur í 8. til 10. bekk. Námskeiðið hefst laugardaginn 29. ágúst 2015 en foreldrakynning verður fimmtudaginn 27. ágúst.
06.07.2015
Skrifstofa ADHD samtakanna verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudegi 6. júlí til og með mánudags 3. ágúst. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 4. ágúst kl. 13:00. Hægt er að lesa inn skilaboð á símsvara samtakanna 581 1110 eða senda póst á adhd@adhd.is
15.06.2015
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2015 fer fram þann 22. ágúst og verður þetta í þrítugasta og annað sinn sem hlaupið er haldið. ADHD samtökin eru meðal fjölmargra félagsamtaka sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni geta hlaupið fyrir og um leið vakið athygli á málstaðnum. Áheitasöfnun fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is
11.06.2015
Fundur fólksins hefst í dag, fimmtudag en um er að ræða líflega þriggja daga hátíð um samfélagsmál. Hátíðin fer fram í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu. Boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka, þar sem opin skoðanaskipti eru leiðarstefið.