Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál efnir til morgunverðarfundar á Grand Hóteli á morgun, miðvikudag, 25.
febrúar 2015 undir yfirskriftinni "Heimilisofbeldi - viðbrögð, úrræði, nýjar leiðir".
Frummælendur verða þær Margrét Ólafsdóttir, aðjúnkt við HÍ og Ingibjörg H.
Harðardóttir, lektor við HÍ, sem fjalla saman um "Ofbeldi á heimilli" og Alda Hrönn Jóhannsdóttir,
aðstoðarlögreglustjóri Lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu sem fjallar um "Nýja nálgun lögreglu og
félagsþjónustu".
Í lok fundarins verða opnar umræður. Fundarstjóri er Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá
Barnaverndarstofu.
Fundurinn hefst klukkan 8:15 og stendur til klukkan 10.
Þátttökugjald er 2.100 krónur og er morgunmatur innifalinn í gjaldinu.