Fundur fólksins - Þriggja daga hátíð um samfélagsmál

Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu.

Málþing Almannaheilla: Starfsumhverfi félagasamtaka -

Almannaheill, samtök þriðja geirans, efna á föstudag til málþings um starfsumhverfi félagasamtaka. Málþingið er hluti af Fundi fólksins, líflegri þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess. Á málþinginu mun Sir Stephen Bubb, framkvæmdastjóri samtaka stjórnenda almannaheillasamtaka í Bretlandi, fjalla um áskoranir sem félagasamtök glíma og stuðning yfirvalda við störf þeirra.

Stattu með taugakerfinu

Mænuskaðastofnun Íslands, SEM samtök endurhæfðra mænuskaddaðra, MS félagið, MND félag Íslands, Lauf félag flogaveikra, Heilaheill, Geðhjálp og Parkinsonfélagið óska eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar við beiðni þeirra til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, um að mæla fyrir því við fulltrúa aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna að þær samþykki að bæta við nýju þróunarmarkmiði sem snýr að því að efla rannsóknir á taugakerfinu og auka á þann hátt skilning á starfsemi þess.

Síðasti spjallfundurinn annað kvöld

Munið síðasta spjallfund vetrarins annað kvöld. Vilhjálmur Hjálmarsson og Snorri Páll Haraldsson leiða umræður um sumarleyfið

Biðtími eftir greiningu barna allt að 12 mánuðir

Biðtími hjá Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuð­borgar­svæðisins eftir greiningu á ADHD og skyldum röskunum hjá börnum er allt að 12 mánuðir. Nú bíða 310 börn greiningar og af þeim eru 65 börn á forgangslista. Biðtími forgangsbarna er 5–8 mánuðir. Þetta kemur meðal annars fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar.

Lokað föstudag 8. maí

Skifstofa ADHD samtakanna verður lokuð föstudaginn 8. maí vegna vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Hægt er að hafa samband með pósti á adhd@adhd.is. Opnum aftur mánudag 11. maí klukkan 13:00

Spjallfundur í kvöld - Sumarfríið

Minnum á spjallfundinn fyrir foreldra og forráðamenn í kvöld, miðvikudag 6. maí. Yfirskrift fundarins er "Sumarfríið" og leiðir Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur fundinn. Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 2.hæð og hefst klukkan 20:30. Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.

Makríll og mannréttindi

"Getum við gert eitthvað gagnlegra við þann mikla arð sem náttúruauðlindirnar okkar skila en að bæta lífsgæði og tækifæri barnanna okkar, ekki síst þeirra barna sem þurfa á svolitlum stuðningi að halda og eiga rétt á honum samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna?" Þannig spurði Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag. Páll Valur er einn sendiherra barna á Alþingi og vekur iðulega athygli á brotalömum í opinbera kerfinu sem sinna á réttindum barna.

Netnotkun - Fræðslufyrirlestur

Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur flytur fræðslufyrirlestur um netnotkun í fundarsal ADHD að Háaleitisbraut 13, þriðjudaginn 12. maí klukkan 20:00. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.

Samfélag án aðgreiningar

Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, sem hefur eftirlit með því hvernig aðildarríki að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna uppfylla skyldur sínar, hefur gert alvarlegar athugasemdir við hversu langir biðlistar og biðtími er á Íslandi eftir greiningum fyrir börn með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og aðrar slíkar raskanir. Finnst okkur viðunandi að þetta sé svona í okkar ríka landi og að ekki hafi verið úr þessu bætt þó að þetta stangist á við skyldur okkar samkvæmt Barnasáttmálanum? Þannig spyr Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar í grein sem hann ritar á grindvik.net