17.10.2015
"Bara það eitt að fá staðfestingu á að vera ekki latur, heimskur eða galinn breytir heilmiklu. En um leið opnast svo ótalmargar gáttir sem leitt geta til betra lífs – fyrir einstaklinginn sjálfan sem og samfélagið í heild," skrifar Vilhjálmur Hjálmarsson stjórnarmaður í ADHD meðal annars í opnu bréfi til þingmanna. Tilefnið er langir biðlistar eftir greiningum en yfir þúsund einstaklingar bíða nú greiningar.
17.10.2015
"Ég fæddist með ADHD. Sú staðreynd skilgreinir mig ekki. Þetta er bara eiginleiki sem ég erfði frá mínum foreldrum og er órjúfanlegur hluti af mér. Mitt verkefni er hins vegar að fækka þeim stundum sem ADHD er mér flækjufótur", skrifar Vilhjálmur Hálmarsson, stjórnarmaður í ADHD samtökunum.
16.10.2015
Endurmenntun Háskóla Íslands býður í desember upp á þriggja daga námskeið fyrir fagfólk sem vill sérhæfa sig í félagsfærniþjálfun fyrir unglinga (11 - 18 ára) með ADHD, einhverfu, kvíða, þunglyndi og aðra félagslega erfiðleika.
14.10.2015
Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot en markmið þess er að vekja athygli á viðvarandi úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna og unglinga og vinna gegn fordómum. Stuttmyndin Heilabrot var frumsýnd í gærkvöldi í Bíó Paradís að viðstöddu margmenni og verður sýnd í framhaldsskólum víða um land.
09.10.2015
ADHD samtökin kynntu í byrjun viku nýtt endurskinsmerki en sala endurskinsmerkja er mikilvægur liður í vitundarmánuði ár hvert. Sem fyrr leggur Hugleikur Dagsson til teikningu á merkið og fór einkar vel á því að kynna merki ársins 2015 á afmælisdegi listamannsins, 5.október. Merkin eru til sölu á skrifstofu ADHD samtakanna, á vefnum www.adhd.is og á öllum stöðvum N1.
08.10.2015
Stjórn Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, hvetur þingmenn til að afgreiða frumvarp til laga um félagasamtök til almannaheilla nú á haustþingi til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Stjórn Almannaheilla samþykkti ályktun þessa efnis á fundi sínum 1. október og hefur ályktunin verið send öllum þingmönnum. ADHD samtökin eru eitt 26 aðildarfélaga Almannaheilla.
07.10.2015
Við minnum á spjallfund fyrir foreldra og forráðamenn í kvöld. Yfirskriftin er ADHD, unglingar og fíkn. Sólveig Ásgrímsdóttir leiðir fundinn.
Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 4.hæð og hefst klukkan 20:30 Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.
05.10.2015
ADHD samtökin hafa ráðist í útgáfu bókarinnar „Leikskólar og ADHD, 25 ráð og verkfæri“. Lengi hefur verið spurn eftir efni um börn með ADHD og leikskólann, sem hægt er að styðjast við í vinnu með börnum með ADHD. Í þeim tilgangi að mæta þörfinni var ráðist í gerð bókarinnar. "Halli Pollapönkari" Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, tók við fyrsta eintaki bókarinnar í morgun.
02.10.2015
ADHD samtökin efna til málþings í Gamla Bíói, föstudaginn 30. október um leikskóla og ADHD. Málþingið er hluti af viðburðum í alþjóðlegum ADHD vitundarmánuði. Dagskráin er að taka á sig endanlega mynd og verður birt þegar hún liggur fyrir. Skráning er hafin á vef ADHD. Félagsmenn ADHD samtakanna greiða kr. 2.000, - en aðrir kr. 3.000,-. Inni í málþingsgjaldi eru veitingar og nýútkomin bók um leikskóla og ADHD.
30.09.2015
ADHD samtökin bjóða nú á haustdögum upp á fræðslu og námskeið á Egilsstöðum. Boðið verður up á GPS-sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur og stráka í 8. til 10. bekk og fræðslunámskeið og ráðgjöf fyrir fullorðna með ADHD. Skráning er hafin á vef samtakanna.