Að skrifa sig til læsis

Erica Lövgren verður hér á landi 16. apríl og kynnir ASL - kennsluaðferðina, aðferð fyrir yngsta stig grunnskóla og leikskólastig. Erica er helsti sérfræðingur og hvatamaður ASL aðferðarinnar í Svíþjóð og höfundur tveggja bóka um efnið og hefur auk þess skrifað um það fjölda greina. Hún hefur haldið fjölmörg námskeið í Svíþjóð en þetta er fyrsta heimsókn hennar hingað til lands. Hún mun kynna aðferðina, hvernig hún og sænskir skólar hafa þróað hana og hver ávinningurinn er. Auk þess mun hún sýna gagnleg kennsluefni, forrit og annað sem nýtist vel í kennslu. Kynning Ericu Lövgren fer fram á ensku. ASL aðferðin er kennsluaðferð fyrir yngsta stig grunnskóla og leikskólastig. Aðferðin hefur einnig verið notuð í sérkennslu á öllum skólastigum. Kynningin fer fram 16. apríl á Grand hóteli klukkan 13.00 til 16.30. Verð 4.500. Skráning HÉR