Endurskinsmerkið 2015 komið í sölu

ADHD samtökin kynntu í byrjun viku nýtt endurskinsmerki en sala endurskinsmerkja er mikilvægur liður í vitundarmánuði ár hvert. Þar er bæði um að ræða mikilvæga fjáröflun fyrir starsemi ADHD samtakanna og ekki síður er merkjasölunni ætlaða ð vekja athygli á málefnum einstaklinga með ADHD.

Þetta er sjöunda árið sem ADHD samtökin selja endurskinsmerki í þágu starfseminnar. Sem fyrr leggur Hugleikur Dagsson til teikningu á merkið en það hefur hann gert allt frá því ADHD samtökin hófu endurskinsmerkjasöluna. Það fór því einkar vel á því að kynna merki ársins 2015 á afmælisdegi listamannsins, 5.október.

Fyrstu merkin voru afhent nemendum og starfsfólki á leikskólanum Múlaborg.

Endurskinsmerkin verða svo seld á afgreiðslustöðum N1, á skrifstofu ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, Reykjavík og á vefnum www.adhd.is

Allur söluágóði rennur til ADHD samtakanna.

Endurskinsmerki samtakanna

   
  2015  
 
2014   2013



  Eldri merki   
   
     
  KAUPA ENDURSKINSMERKI  

 

 Myndir frá afhendingu fyrstu merkjanna