Við vekjum athygli á fundi sem fjallar um unglinga og vímuefni. Á fyrsta fundi Náum áttum á
morgun, miðvikudag 25. september, verður fjallað um vímuefnamál og unglinga. Á fundinum verður sagt frá nýjum rannsóknum á
vímuefnaneyslu unglinga og mun Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsóknum og greiningu skýra frá niðurstöðum.
Vímuefnamarkaðurinn á Íslandi tekur stöðugt breytingum og mun Jóhann Skúlason
rannsóknarlögreglumaður frá Fíkniefnadeild LRH skýra frá þeirri mynd sem núna blasir við þeim sem starfa við
málaflokkinn.
Unglingar og vímuefni eru stöðugt umfjöllunarefni í samfélaginu en forvarnastarf tekur æ meira mið af
rannsóknum á þessu sviði. Í leiðbeinenda- og uppeldisstarfi þurfa foreldrar, fagfólk, starfsfólk skóla, heilsugæsla og
félagasamtök réttar upplýsingar og fræðslu á hverjum tíma um stöðu þessara mála.
Þessi Náum áttum fundur ætti að gefa fólki raunsanna mynd af stöðunni um þessar
mundir.