Afmælisendurskinsmerki ADHD samtakanna kynnt

Ellen Calmon og Magnús Jónsson
Ellen Calmon og Magnús Jónsson

Magnús Jónsson, leikari og tónlistarmaður fékk fyrsta afmælismerkið afhent. Ellen Calmon, framkvæmdastjóri ADHD nældi merkið í Magnús.

ADHD samtökin kynntu 25 ára afmælismerkið í morgun. Kynning þess og sala markar upphaf vitundarmánaðar en október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður. Slagorð mánaðarins er „Athygli – Já takk!“

Ellen Calmon, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna kynnti tilgang vitundarmánaðar og aðra viðburði á afmælisárinu.

Endurskinsmerkin verða seld til styrktar ADHD samtökunum á afgreiðslustöðum N1 um allt land frá og með 27. september til og með 11. október 2013 á kr. 1.000,- 

Þá verður sölufólk í Kringlunni, Smáralind og á Glerártorgi á Akureyri á morgun, laugardag 28. september.

Loks verða endurskinsmerkin seld á skrifstofu ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 og á vef samtakanna, www.adhd.is

Endurskinsmerki 2013 ber líkt og fyrr, meinfyndna teikningu Hugleiks Dagssonar. Merkin eru prentuð í Svíþjóð úr hágæðaefni sem stenst alla staðla og kröfur.

Allur söluágóði rennur til ADHD samtakanna.

Með hverju merki fylgir örbæklingur sem inniheldur helstu upplýsingar um ADHD eða athyglisbrest með ofvirkni.
Við þökkum N1 fyrir stuðninginn og vonumst til að merkjunum verði gerð góð skil.

Munum að stuðningur skapar sigurvegara og skilningur skiptir máli!

Fleiri myndir frá kynningu afmælisendurskinsmerkisins